Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. júlí 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Sveinn snýr aftur í KH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson hefur fengið félagaskipti yfir í KH, sem leikur í 4. deild karla.

Arnar, sem hefur spilað sem bakvörður síðustu ár, verður þrítugur í sumar. Hann kemur frá KH úr Fylki en hann hefur ekkert spilað með Fylki í sumar.

Arnar lék tíu leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Hann hefur leikið með Val, Víkingi Ólafsvík, Fram, Breiðabliki,og Fylki á sínum ferli.

Í sumar hefur Arnar getið af sér gott orð sem sérfræðingur, bæði í sjónvarpi og í hlaðvarpi.

Hann spilaði einn leik með KH sumarið 2014 og skoraði þá tvö mörk. Sá leikur var gegn Kríu og endaði með 3-1 sigri KH. Núna snýr hann aftur í KH, sem er venslafélag Vals.

KH er taplaust í sumar og er komið í átta-liða úrslitin í 4. deildinni, þó þeir eigi þrjá leiki eftir í riðli sínum.
Athugasemdir
banner
banner