Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Lyngby eru með eitt stig eftir tvær umferðir í dönsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði 1-0 á útivelli gegn Horsens í nýliðaslag í gær.
Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Horsens en Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum hjá Lyngby í seinni hálfleik.
Horsens skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en með hreinum ólíkindum er að Lyngby hafi ekki jafnað í seinni hálfleik. Fjöldi færa fóru forgörðum hjá liðinu.
Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Horsens en Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum hjá Lyngby í seinni hálfleik.
Horsens skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en með hreinum ólíkindum er að Lyngby hafi ekki jafnað í seinni hálfleik. Fjöldi færa fóru forgörðum hjá liðinu.
Í viðtali við heimasíðu Lyngby segir Freyr að liðið hefði átt að skora tvö til þrjú mörk og við bold.dk segist hann ekki hafa tölu á færunum sem fóru forgörðum.
„Við vorum án nokkurs vafa betra liðið í seinni hálfleik. Við áttum fínan fyrri hálfleik en það var mikill munur á liðinu í seinni hálfleik. AC Horsens á hrós skilið fyrir varnarleik sinn. Ef þeir skora mark er svakalega erfitt að brjóta þá á bak aftur," sagði Freyr í viðtali við bold.dk.
„Þeim er sama þó þeir séu ekki með boltann, þeir þurfa bara eitt mark til að ná í þrjú stig. Ég segi það af virðingu. Þeir eru góðir í þessu. Ég fengi aldrei að spila svona með Lyngby en það er leyfilegt í Horsens og þeir ná í stig, um það snýst þetta."
„Ég er mjög ánægður með frammistöðu okkar í fyrstu tveimur leikjunum. Við höfum verið betra liðið í báðum leikjunum. Við erum aðeins með eitt stig en ættum að hafa fjögur að minnsta kosti. En svona er fótboltinn, það þarf að hafa bit."
Stöðutaflan
Danmörk
Danmörk - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FCK | 17 | 9 | 6 | 2 | 32 | 19 | +13 | 33 |
2 | Midtjylland | 17 | 10 | 3 | 4 | 31 | 22 | +9 | 33 |
3 | Randers FC | 17 | 8 | 6 | 3 | 31 | 19 | +12 | 30 |
4 | AGF Aarhus | 17 | 7 | 7 | 3 | 30 | 17 | +13 | 28 |
5 | Brondby | 17 | 7 | 6 | 4 | 31 | 22 | +9 | 27 |
6 | Silkeborg | 17 | 6 | 8 | 3 | 29 | 23 | +6 | 26 |
7 | FC Nordsjaelland | 17 | 7 | 5 | 5 | 30 | 29 | +1 | 26 |
8 | Viborg | 17 | 5 | 6 | 6 | 29 | 27 | +2 | 21 |
9 | AaB Aalborg | 17 | 4 | 5 | 8 | 18 | 31 | -13 | 17 |
10 | Sonderjylland | 17 | 4 | 4 | 9 | 21 | 37 | -16 | 16 |
11 | Lyngby | 17 | 1 | 7 | 9 | 12 | 24 | -12 | 10 |
12 | Vejle | 17 | 1 | 3 | 13 | 16 | 40 | -24 | 6 |
Athugasemdir