Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. september 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gaui Þórðar ekki áfram með Víking Ólafsvík (Staðfest)
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson mun ekki stýra Víkingi Ólafsvík áfram eftir að hafa stýrt liðinu í sumar. Hann stýrði einnig Ólsurum hálft tímabilið 2020 og hálft tímabilið 2021.

Ólsarar segja að ákvörðun hafi verið tekin um að framlengja samning Guðjóns ekki, en liðið endaði í sjöunda sæti 2. deildar í sumar.

Guðjón, sem er 67 ára, hefur komið víða við á glæstum þjálfaraferli sínum. Það verður áhugavert að sjá hvort hann haldi áfram í þessum bransa.

Tilkynning Víkings Ó.
Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ó. hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við Guðjón Þórðarson um áframhaldandi samstarf. Guðjón mun því ekki halda áfram sem þjálfari liðsins.

Guðjón hefur í tvígang tekið við liðinu á erfiðum tímapunkti og unnið ákaflega gott starf í þágu félagsins. Þekking hans og kunnátta sem einn af allra reynslumestu þjálfurum landsins hefur nýst félaginu vel og erum við Guðjóni þakklátir fyrir gott og ánægjulegt samstarf á undanförnum árum. Við óskum honum að sama skapi góðs gengis í þeim verkefnum sem hann mun taka að sér í framtíðinni.

Stjórn Víkings Ó. mun á næstu vikum fara í það að ráða nýjan þjálfara og hefja formlegan undirbúning fyrir næsta keppnistímabil.

Takk fyrir allt Guðjón!
Athugasemdir
banner
banner
banner