Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. október 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
Hegazi yfirgefur West Brom (Staðfest) - Farið á bak við Bilic?
Ahmed Hegazi.
Ahmed Hegazi.
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion hefur losað varnarmanninn Ahmed Hegazi til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Mirror segir að þetta hafi farið fram á bak við Slaven Bilic, stjóra liðsins, sem ekkert hafi vitað.

West Brom spilar gegn Brighton í kvöld og vonast til að krækja í fyrsta sigur sinn á tímabilinu.

Hegazi var í byrjunarliðinu í síðasta leik West Brom, markalausa jafnteflinu gegn Burnley.

Hegazi var launahæsti leikmaður West Brom og félagið taldi sig ekki getað hafnað lánstilboðinu sem það fékk í hann. Félagið fær 4 milljónir punda fyrir leikmanninn og sparar 3,5 milljóna punda árslaun hans.

En sagt er að Bilic sé allt annað en sáttur og samband hans við æðstu menn félagsins sé nokkuð eldfimt um þessar mundir.
Athugasemdir
banner
banner
banner