Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 26. nóvember 2019 10:37
Magnús Már Einarsson
Alli fannst hann eiga sök í brottrekstri Pochettino
Mynd: Getty Images
Dele Alli segist hafa verið pirraður þegar Mauricio Pochettino var rekinn frá Tottenham á dögunum. Alli heimsótti Pochettino og kvaddi hann eftir tæplega fimm ára samstarf en Argentínumaðurinn keypti leikmanninn til Tottenham frá MK Dons árið 2015.

„Þegar þetta gerðist fyrst þá kennir þú sjálfum þér um og ert reiður. Þú horfir ekki á stóru myndina," sagði Alli.

„Við höfum átt ótrúlegt ferðalag saman. Við náðum að vaxa saman, þjálfaraliðið og leikmennirnir. Við náðum að afreka mikið miðað og við erum allir mjög þakklátir honum."

„Það er ekki hægt annað en að finna smá fyrir því að eiga sök á þessu því við vorum úti á vellinum. Þegar ég horfi til baka þá gaf ég alltaf 110% og leikmennirnir líka."

„Stundum virkar þetta ekki. Formaðurinn tók þessa ákvörðun en við eigum honum (Pochettino) margt að þakka."

Athugasemdir
banner
banner