lau 26. nóvember 2022 10:20
Brynjar Ingi Erluson
Ein erfiðustu meiðslin á ferlinum - „Þetta er ekkert sérstakt"
Neymar meiddist á ökkla gegn Serbum
Neymar meiddist á ökkla gegn Serbum
Mynd: EPA
Brasilíski fótboltamaðurinn Neymar mun missa af síðustu tveimur leikjum Brasilíu í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar eftir að hafa meiðst á ökkla í 2-0 sigrinum á Serbíu á dögunum.

Neymar er stærsta stjarna brasilíska liðsins og gæti verið að spila á sínu síðasta móti fyrir þjóðina.

Hann meiddist á ökkla í leik liðsins gegn Serbíu á dögunum og átti erfitt með að ganga eftir leik.

Tite, þjálfari Brasilíu, tilkynnti að Neymar myndi líklega missa af næstu tveimur leikjum liðsins í riðlakeppninni en leikmaðurinn segir þetta ein erfiðustu meiðslin á ferlinum.

„Það að meiðast þarna er eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum í lífinu. Ég hef aldrei fengið neitt upp í hendurnar og alltaf þurft að leggja mikið á mig til að ná markmiðum mínum og draumum. Ég hef aldrei óskað neinum ills og alltaf hjálpað þeim sem þurfa á hjálpinni að halda.“

„Ég er meiddur og það er ekkert sérstakt. Þetta verður vont en ég er viss um að ég geti komið til baka því ég mun gera allt sem ég get til að hjálpa þjóð minni, liðsfélögum mínum og auðvitað mér sjálfum,“
sagði Neymar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner