Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mán 27. maí 2024 12:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 6. umferð - Fljót að taka skóna fram aftur
Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
Caroline Van Slambrouck.
Caroline Van Slambrouck.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Caroline í leik með Keflavík.
Caroline í leik með Keflavík.
Mynd: Hrefna Morthens
Caroline Van Slambrouck, varnarmaður Keflavíkur, er sterkasti leikmaður 6. umferðar Bestu deildar kvenna að mati Fótbolta.net en hún stóð vaktina frábærlega þegar Keflvíkingar unnu mikilvægan sigur á Þrótti í uppgjöri neðstu liða deildarinnar.

„Það sem á annað borð kom nálægt vörn Keflavíkur át hún ásamt kollegum sínum í öftustu línu. Virkilega sterkt fyrir Keflavík að hafa dregið hana á flot á ný," sagði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu sinni frá leiknum.

Það var sterkt fyrir Keflavík að fá Caroline til baka í fótbolta stuttu eftir að mótið hófst. Hún tilkynnti það eftir síðustu leiktíð að hún væri hætt en það stóð ekki lengi.

„Ég átti bara gott spjall við (Jonathan) Glenn og ég hef verið að þjálfa mikið í Keflavík og elska lífið þar. Ég var á Íslandi og hann spurði mig hvort ég væri til í að taka slaginn aftur. Þetta gerðist bara og ég er ennþá í dag að hugsa hvernig þetta gerðist. Þetta er bara gaman og það verður hugarfarið mitt í sumar, að hafa gaman. Ég lít á þetta sem annað tækifæri fyrir mig að spila fótbolta," sagði Caroline þegar hún sneri til baka í upphafi móts.

„Ég ætla bara að hafa gaman af þessu. Ég horfi á þetta líka núna með þjálfaraaugum. Ég ætla að reyna að hjálpa hópnum eins og ég get. Ég er mjög glöð að vera í þessari stöðu að geta hjálpað og haft jákvæð áhrif."

Caroline er bandarísk og er 31 árs gömul en hún kom hingað til lands árið 2017 og lék með ÍBV þar til hún gekk til liðs við Keflavík sumarið 2022 Hún ætlaði sér að hætta eftir síðasta tímabil en vera samt áfram í fullu starfi við þjálfun í Keflavík, en fótboltaskórnir voru fljótir að koma af hillunni.

Keflavík sótti sín fyrstu stig í sumar gegn Þrótti og er liðið núna með þrjú stig í níunda sæti.

Sterkastar í fyrri umferðum
5. umferð - Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
4. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
3. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
2. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
1. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner