Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 06. maí 2024 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 3. umferð - Hvaða rugl er þetta?
Amanda Andradóttir (Valur)
Amanda í leiknum gegn Víkingi.
Amanda í leiknum gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frábær leikmaður.
Frábær leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það ætti ekki að koma neinum á óvart hver sé sterkasti leikmaður 3. umferðar í Bestu deild kvenna. Það er að sjálfsögðu Amanda Andradóttir úr Val.

Amanda kom að sex mörkum í 7-2 sigri hjá Íslandsmeisturum gegn Víkingi á Hlíðarenda.

„Hvað er hægt að segja? Hún er langbesti leikmaðurinn í þessari deild og er bara að leika sér að henni," skrifaði undirritaður í skýrslu sinni frá leiknum.

„Eitt mark og fjórar stoðsendingar í dag. Kom alls að sex mörkum Vals. Hvaða rugl er þetta? Hún á bara að vera að spila í einhverju stórliði út í heimi, hún er það góð. Fór beint í lyfjapróf eftir ótrúlega frammistöðu og gat því miður ekki mætt í viðtal eftir þennan leik."

Það eru bara þrjár umferðir búnar en þetta er í annað sinn sem Amanda er valin leikmaður umferðarinnar. Og líklega ekki í það síðasta. Með hana innanborð verður afar erfitt að stoppa Val.

Valur er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, rétt eins og Breiðablik. Vonandi verður titilbaráttan spennandi.
Athugasemdir
banner
banner