„Hún er rosalega góð í fótbolta, frábær fótboltakona," sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net á dögunum þegar hún var spurð út í Amöndu Andradóttur, liðsfélaga sinn.
Amanda er sterkasti leikmaður 1. umferðar kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Hún skoraði tvö og var allt í öllu þegar Íslandsmeistarar Vals unnu sterkan 3-1 sigur gegn Þór/KA á Hlíðarenda.
Amanda er sterkasti leikmaður 1. umferðar kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Hún skoraði tvö og var allt í öllu þegar Íslandsmeistarar Vals unnu sterkan 3-1 sigur gegn Þór/KA á Hlíðarenda.
Amanda kemur inn í þetta tímabil með miklar væntingar á bakinu eftir að hafa yfirtekið deildina seinni hluta síðasta sumars. Hún kom til Vals frá Kristianstad í Svíþjóð í sumarglugganum í fyrra og spilaði frábærlega. Hún sýndi það hversu góð hún er í fótbolta.
„Hún getur töfrað upp eitthvað úr engu eins og við sáum í síðasta leik gegn Víkingi. Hún er alin upp með bolta við lappirnar og er örugglega búin að vera í garði með pabba sínum (Andra Sigþórssyni) og frænda (Kolbeini Sigþórssyni) ansi lengi. Hún er með mikla fótboltagreind," sagði Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals í Niðurtalningunni fyrir móti. „Hún hefur alla burði til að standast undir þeim væntingum sem hafa verið settar á hana."
Leikmenn í deildinni hafa mikla trú á Amöndu. Fyrir mót var haldinn kynningarfundur fyrir deildina og voru þar opinberaðar niðurstöður úr leikmannakönnun. Þar var spurt að því hver yrði besti leikmaður deildarinnar og fékk Amanda flest atkvæði þar. Hún var þá kosin líklegust til að fara fyrst út í atvinnumennsku, líklegust til að vera markahæst og var hún í efsta sæti yfir þann leikmann sem aðrir leikmenn í deildinni myndu vilja hafa í sínu liði.
Amanda hefur spilað í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þrátt fyrir ungan aldur, en það er bara tímaspursmál hvenær hún fer út aftur. Gæðin eru bara slík. Og þá hlýtur það bara að vera tímaspursmál líka hvenær hún fær stærra hlutverk í landsliðinu.
„Það er markmiðið mitt (að fara aftur út í atvinnumennsku) en núna er bara fókusinn á Val," sagði Amanda eftir fyrsta leik en það verður spennandi að sjá hvað hún gerir á næstu árum í fótboltanum.
Athugasemdir