Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 27. júlí 2022 11:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marín Rún heim til Keflavíkur (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marín Rúin Guðmundsdóttir er mætt aftur heim til Keflavíkur eftir að hafa spilað með Grindavík fyrri hluta tímabilsins.

Marín er miðju- og sóknarmaður sem á að baki 122 leiki með Keflavík og hefur skorað í þeim 27 mörk.

Hún kom einungis við sögu í tveimur leikjum með Grindavík og skoraði í þeim eitt mark.

Í vetur samdi hún við Hellas Verona á Ítalíu en lék samkvæmt Soccerway ekki leik með liðinu í ítölsku úrvalsdeildinni.

„Marín Rún á sannarlega eftir að styrkja lið Keflavíkur í seinni hluta mótsins. Við bjóðum Marín Rún hjartanlega velkomna heim," segir í tilkynningu Keflavíkur.

Keflavík er í sjöunda sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir tíu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki eftir rúma viku.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner