Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 27. september 2023 19:29
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Arnór skoraði framhjá Rúnari
Arnór Sigurðsson var að skora annan leikinn í röð með Blackburn Rovers og er liðið nú 2-1 yfir gegn Cardiff City í enska deildabikarnum.

Skagamaðurinn var ekkert með Blackburn í byrjun leiktíðar vegna meiðsla, en hann byrjaði sinn fyrsta leik um helgina í ensku B-deildinni og skoraði.

Hann er strax kominn í stuð því hann er búinn að gera annað mark sitt fyrir félagið.

Arnór tók gott hlaup inn í teiginn og lagði hann snyrtilega framhjá Rúnari Alex Rúnarssyni í markinu.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner