Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. febrúar 2020 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía: Aron skoraði - Íslendingalið í umspil um Evrópusæti
Aron í landsleik.
Aron í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson var á skotskónum þegar Union Saint-Gilloise vann 3-1 sigur á Westerlo í belgísku B-deildinni.

Aron skoraði annað mark Saint-Gilloise á 72. mínútu. Westerlo minnkaði muninn tæpum tíu mínútum síðar, en lengra komust þeir ekki. Mathias Fixelles innsiglaði sigur Arons og félaga á 89. mínútu.

Aron hefur núna gert þrjú mörk í sjö leikjum frá því hann gekk í raðir Saint-Gilloise frá Start í Noregi.

Kolbeinn Þórðarson lék þá 75 mínútur er Lommel gerði markalaust jafntefli gegn Roeselare.

Keppnisfyrirkomulagið í Belgíu gæti varla verið flóknara. B-deildinni er skipt í tvennt sex af átta liðum í umspil um sæti í Evrópukeppni gegn liðum úr úrvalsdeild. Saint-Gilloise og Lommel eru tvö af þessum sex liðum sem fara nú í umspil.

Beerschot-Wilrijk og OH Leuven eru hins vegar einu tvö liðin sem eiga möguleika á því að fara upp um deild. Það er vegna þess að deildinni er eins og áður segir skipt í tvo hluta. OH Leuven var efst eftir fyrstu 14 leikina og Beerschot-Wilrijk eftir hina 14 leikina. Þessi lið berjast því innbyrðis um eitt laust sæti í úrvalsdeild, ásamt því að fara í umspil um Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner