Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Ýmir með fullt hús eftir fjórðu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ýmir 7 - 2 RB
1-0 Ásgeir Lúðvíksson ('3 )
1-1 Recoe Reshan Martin ('8 )
2-1 Arian Ari Morina ('10 )
3-1 Tristan Dúi Kjartansson ('12 )
4-1 Gabriel Delgado Costa ('18 )
5-1 Arian Ari Morina ('32 )
5-2 Recoe Reshan Martin ('38 )
6-2 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('81 )
7-2 Steingrímur Dagur Stefánsson ('92 )

Ýmir trónir á toppi 4. deildarinnar eftir þægilegan sigur á heimavelli gegn botnliði RB í eina leik kvöldsins í íslenska boltanum.

Ýmir er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir, með tveggja stiga forystu á Hamar, á meðan Reykjanesbolti vermir botnsætið án stiga.

Arian Ari Morina var atkvæðamestur í sigrinum í kvöld með tvennu en lokatölur urðu 7-2, þar sem staðan var 5-2 í leikhlé. Recoe Reshan Martin skoraði bæði mörk Reykjanesbolta.

Ýmismenn tóku lykilmenn af velli í hálfleik til að hvíla þá fyrir næsta leik, sem er afar spennandi slagur á útivelli gegn Árborg.
Athugasemdir
banner
banner