Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Bættu áhorfendametið í Svíþjóð í sigri gegn Brasilíu
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Sviþjóð 3 - 1 Brasilía
0-1 Debinha ('50)
1-1 Johanna Kaneryd ('65)
2-1 Lina Hurtig ('67)
3-1 Stina Blackstenius ('89)


Sænska kvennalandsliðið mætti því brasilíska í æfingaleik í Svíþjóð í dag og bættu Svíar áhorfendamet á kvennaleik í landinu.

Það mættu rúmlega 33 þúsund manns á völlinn til að horfa á kvennalandsliðið spila við Brasilíu og var útlitið ekki gott þegar gestirnir tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks.

Fyrri hálfleikurinn hafði verið nokkuð jafn en Debinha kom Brössunum yfir fimm mínútum eftir leikhléð. 

Svíar gerðu þrefalda skiptingu á 64. mínútu sem skilaði sér aðeins nokkrum sekúndum seinna þegar Johanna Kaneryd, sem var nýkomin inn af bekknum, jafnaði leikinn á 65. mínútu. Tveimur mínútum eftir það kom Lina Hurtig heimakonum yfir og héldu Svíar áfram að sækja þrátt fyrir að vera með forystuna.

Sænsku stelpurnar komust nokkrum sinnum nálægt því að innsigla sigurinn áður en Stina Blackstenius, sem kom einnig inn af bekknum, setti boltann loks í netið.

Lokatölur 3-1 og sænsku stelpurnar heldur betur tilbúnar í stórmótið sem er framundan.


Athugasemdir
banner