Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. júlí 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ætlum að pressa þá frá byrjun og reyna að keyra yfir þá"
Staðan í einvíginu er jöfn fyrir leikinn á morgun.
Staðan í einvíginu er jöfn fyrir leikinn á morgun.
Mynd: Getty Images
Óskar á hliðarlínunni í Vín.
Óskar á hliðarlínunni í Vín.
Mynd: Getty Images
Breiðablik mætir á morgun liði Austria Vín í seinni leik liðanna í Sambandsdeildinni. Liðin eigast við í 2. umferð forkeppninnar og er staðan í viðureigninni 1-1 eftir fyrri leikinn í Vín.

Sá leikur fór fram síðasta fimmtudag. Alexander Helgi Sigurðarson skoraði mark Blika í leiknum. Frammistaða Breiðabliks var virkilega góð í leiknum.

„Við heppnuðumst ekkert með jafntefli, þetta var jafnvel sanngjörn niðurstaða. Það hefði verið áhugavert að sjá hvað hefði gerst hefði vinur okkar dæmt víti þarna í fyrri hálfleik. Maður er hrikalega stoltur af liðinu að mæta svona hugað og hugrakkt í leik eins og þennan," sagði Höskuldur Gunnlaugsson í útvarpsviðtali á laugardag. Blikar hefðu átt að fá vítaspyrnu þegar staðan var markalaus.

Seinni leikurinn hefst klukkan 17:30 á morgun og fer fram á Kópavogsvelli. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

Sjá einnig:
„Hrikalega stoltur af liðinu" - Mættu hugrakkir og héldu sér við sinn leikstíl

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var til viðtals eftir leikinn gegn Keflavík á sunnudag. Hann var spurður út í leikinn í Austurríki og leikinn á morgun.

Áttuð þið ykkar besta leik í sumar á fimmtudaginn?

„Já, ég myndi segja það heilt yfir að þá hafi þetta sennilega verið okkar besti leikur. Það fór saman að við vorum öflugir sóknarlega og mjög grimmir varnarlega út um allan völl. Það var mikil orka í liðinu, samstaða og góð tenging manna á milli."

Eruði búnir að þroskast helling á einu ári í Evrópukeppni? Breiðablik tapaði 4-2 gegn Rosenborg fyrir um ári síðan.

„Mér finnst það, mér fannst þessi frammistaða vera betri og við sterkari og öflugri en við vorum gegn Rosenborg. Það má kannski segja að við hefðum ekki náð þessari frammistöðu fram (gegn Austria) ef við hefðum ekki spilað eins og við gerðum gegn Rosenborg. Þar gerðu menn mistök, þar féllu menn á sverðið en héldu samt áfram."

„Núna er það bara okkar að fylgja eftir þessu leik úti með góðum leik heima og sjá til þess að við eigum möguleika á að komast í þriðju umferð."


Hvernig ætliðið þið að fara inn í seinni leikinn?

„Bara nákvæmlega eins og við fórum inn í þennan (gegn Keflavík). Við ætlum að pressa þá frá byrjun og reyna að keyra yfir þá. Við viljum stjórna leiknum frá byrjun, taka frumkvæðið og sjá hvert það leiðir okkur."

„Við getum unnið þá og við þurfum, allir sem einn, að eiga nálægt okkar besta leik. Okkur líður vel á Kópavogsvelli og ég hlakka til,"
sagði Óskar.

Hann kom einnig inn á að Davíð Ingvarsson væri tæpur fyrir þennan seinni leik.
Óskar Hrafn: Erum ekki vélmenni og menn gera mistök
Athugasemdir
banner
banner
banner