Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 28. júlí 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
Þorvaldur dæmir spennandi leik í Sambandsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Árnason verður dómari í hinni bráðskemmtilegu Sambandsdeild á morgun.

Hann verður með flautuna í leik Levadia Tallinn frá Eistlandi og írska liðsins Dundalk en leikurinn fer fram á A. Le Coq Arena í Tallinn.

Aðstoðardómarar í leiknum verða þeir Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon, og fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Þetta er seinni leikur Levadia og Dundalk, en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum, sem fram fór á Tallaght Stadium í Dublin. Það má því búast við spennandi og skemmtilegum leik á morgun.
Athugasemdir
banner