Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 28. júlí 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 19. sæti - „Var náttúrulega ævintýri líkast"
Nottingham Forest
Lingard er mættur til Forest.
Lingard er mættur til Forest.
Mynd: Nottingham Forest
Stjórinn, Steve Cooper.
Stjórinn, Steve Cooper.
Mynd: Getty Images
Ryan Yates.
Ryan Yates.
Mynd: Getty Images
Joe Worrall.
Joe Worrall.
Mynd: Getty Images
Jón Óli Daníelsson (hér til vinstri) er mikill stuðningsmaður Forest.
Jón Óli Daníelsson (hér til vinstri) er mikill stuðningsmaður Forest.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Dean Henderson sem kom á láni frá Manchester United.
Markvörðurinn Dean Henderson sem kom á láni frá Manchester United.
Mynd: Nottingham Forest
Forest leikur í fyrsta sinn í úrvalsdeild síðan 1999.
Forest leikur í fyrsta sinn í úrvalsdeild síðan 1999.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestum fótboltaunnendum á Íslandi, hefst um næstu helgi. Það er rúm vika í fyrsta leik.

Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við ætlum líka að heyra í stuðningsfólki hvers lið og taka púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst í röðinni er það Nottingham Forest sem er spáð 19. sæti.

Um Nottingham Forest: Loksins, loksins er Nottingham Forest aftur komið upp í deild þeirra bestu eftir meira en 20 ár í B- og C-deild enska boltans. Síðast var Forest í efstu deild tímabilið 1998-99 en núna fær stuðningsfólks félagsins loksins að upplifa tímabil í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik.

Síðasta tímabil var hreint út sagt ótrúlegt fyrir Forest. Liðið var á botninum þegar Chris Hughton var rekinn. Steve Cooper tók við og undir hans stjórn breyttist allt til hins betra. Hann stýrði liðinu í umspilið og svo bar Forest sigur úr býtum gegn Huddersfield í úrslitaleik á Wembley.

Það er mikill munur á Forest og Bournemouth þegar litið er á leikmannarmarkaðinn. Það hefur ekki verið nein hræðsla í Forest og þeir hafa eytt miklu magni af fjármunum í leikmenn. Þeir ætla að gera allt til þess að halda sér uppi, en svo er spurning hvort þetta sé of mikið. Það tekur yfirleitt tíma fyrir nýja leikmenn að spila sig saman og það verður fróðlegt að sjá hvernig Cooper tekst að púsla þessu saman með svona marga nýja leikmenn. Er þetta kannski alltof mikið?

Komnir:
Taiwo Awoniyi frá Union Berlín - 17 milljónir punda
Neco Williams frá Liverpool - 16 milljónir punda
Moussa Niakhaté frá Mainz - 8,7 milljónir punda
Omar Richards frá Bayern München - 8,5 milljónir punda
Lewis O'Brien frá Huddersfield - 6 milljónir punda
Giulian Biancone frá Troyes - 5 milljónir punda
Harry Toffolo frá Huddersfield - 4 milljónir punda
Jesse Lingard frá Manchester United - frítt
Wayne Hennessey frá Burnley - frítt
Dean Henderson frá Manchester United - á láni

Farnir:
Djed Spence til Tottenham - var á láni
Brice Samba til Lens - 4,3 milljónir punda
Nikolas Ioannou til Como - 500 þúsund pund
Jonathan Panzo til Coventry - á láni
Ethan Horvath til Luton - á láni
Tobias Figueiredo til Hull - frítt
Jayden Richardson til Aberdeen - óuppgefið kaupverð
Carl Jenkinson fékk ekki nýjan samning

Lykilmenn: Joe Worrall, Ryan Yates og Jesse Lingard
Worrall og Yates eru báðir heimamenn sem spiluðu stórt hlutverk. Svo kemur Lingard inn á stórum samningi sem hann verður að standa undir. Það eru miklar væntingar gerðar til hans. Núna er ekki bara nóg að vera góður á TikTok. Einnig verður gaman að fylgjast með framherjanum Brennan Johnson sem stærri félög eru farin að líta til.




Come on you Forest!
Fótboltaþjálfarinn Jón Óli Daníelsson hefur lengi haldið með Nottingham Forest. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um liðið og tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með Nottingham Forest af því að... Ég vildi eiga uppáhaldslið í öllum deildum. Forest var þá í 3. deildinni gömlu.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Síðasta tímabil var náttúrulega ævintýri líkast. Við byrjuðum skelfilega en með tilkomu Steve Cooper snérist allt við á punktinum og árangurinn varð ólýsanlegur hjá liðinu. Hann þorði að spila óhefðbundinn varnarleik og uppskar eftir því. Tímabilið leggst vel í okkur Forest menn. Við munum mæta óhræddir til leiks.

Hefur þú farið út á City Ground til að sjá þitt lið spila? Ef svo er, hvernig var það? Því miður hef ég ekki farið á City Ground, en Gísli Foster vinur minn fór fyrir nokkrum árum og gefur vellinum topp einkunn.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? Uppáhaldsleikmaðurnn í liðinu í dag er miðjumaðurinn Ryan Yates. Þá er ég einnig hrifinn af varnarmanninum Joe Worrall. Ég hélt þá svakalega uppá Trevor Francis á sínum tíma.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Vill ekki losa neinn leikmann. Þú ert ekki í hóp Nottingham Forest nema vera alvöru karakter.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Ég held fólk ætti að fylgjast vel með miðjumanninum Ryan Yates.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja… Cristiano Ronaldo.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Í skýjunum.

Þessi félagaskipti Jesse Lingard til Forest hafa mikið umtal. Hvað finnst þér um þau og hvernig líst þér á leikmanninn? Líst mjög vel á Lingard. Þessi skipti eiga eftir að reynast honum og Forest mjög vel.

Í hvaða sæti mun Nottingham Forest enda á tímabilinu? Uppskeran verður sennilega 6. sæti. Come on you Forest!




Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út. Við munum kynna síðasta liðið sem er í fallsæti í þessari spá síðar í dag.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19. Nottingham Forest, 35 stig
20. Bournemouth, 11 stig
Athugasemdir
banner
banner