Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   mið 28. október 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Lundstram verður líklega seldur
Líklegt þykir að miðjumaðurinn John Lundstram verði seldur frá Sheffield United í janúar glugganum.

Lundstram verður samningslaus næsta sumar og samningaviðræður hans og Sheffiedl United hafa gengið illa undanfarna níu mánuði.

Lundstram hefur ítrekað hafnað samningstilboðum frá Sheffield United og nú virðast viðræður vera komnar alveg í strand.

Hinn 26 ára gamli Lundstram hefur skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni síðan Sheffield United endurheimti sæti sitt þar árið 2019 en hann skoraði hátt í ensku Fantasy deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner