Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 28. október 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Yildiz svaraði gagnrýninni - Tími til að skína!
Yildiz átti frábæra innkomu.
Yildiz átti frábæra innkomu.
Mynd: EPA
Hinn 19 ára gamli Kenan Yildiz þaggaði niður í gagnrýnisröddum þegar hann kom inn af bekknum hjá Juventus og skoraði tvö mörk í ótrúlegu 4-4 jafntefli gegn Inter í ítölsku A-deildinni.

Tyrkneska ungstirnið skrifaði á samfélagsmiðla eftir að hafa bjargað stigi fyrir Juve: 'Þvílík frammistaða í Derby d’Italia! Tími til að skína!'

Yildiz hafði skorað eitt mark í ellefu leikjum fyrir leikinn í gær og fengið gagnrýni frá ítölskum fjölmiðlamönnum. Hann sýndi alvöru skilvirkni í leiknum í gær og skoraði tvö mörk úr tveimur skotum á markið. Hann var valinn maður leiksins.

Juventus bindur miklar vonir við Yildiz sem skrifaði undir framlengingu til 2029 síðasta sumar og fékk treyju númer 10 hjá Juventus.


Athugasemdir
banner