Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 11:52
Kári Snorrason
Hyggjast færa landsleikinn inn í Kórinn - „Ef ekki þá er morgundagurinn kannaður“
Eimskip
Mynd frá snæviþöktum Laugardalsvelli 2013.
Mynd frá snæviþöktum Laugardalsvelli 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórinn.
Kórinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið á að mæta því norður-írska í seinni leik liðanna í leik um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar á Laugardalsvelli í kvöld en vegna mikillar snjókomu virðist sem svo að Laugardalsvöllur verði óleikhæfur í kvöld. KSÍ hugar að því að færa leikinn mögulega inn í Kórinn.

Fótbolti.net ræddi við Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra KSÍ, um hvar og hvenær leikurinn yrði spilaður.


„Niðurstaðan er sú að við erum að skoða plan B, sem er að færa leikinn inn. Það er ekki komin niðurstaða í það, við erum að fara skoða Kórinn og erum núna á leiðinni með alla þangað.“ 

Kórinn er semsagt löglegur keppnisvöllur?

„Það yrðu væntanlega veittar einhverjar undanþágur, þetta verður í samráði við UEFA. Spáin er ekkert betri seinni partinn og auðvitað vilja allir spila leikinn í dag en ef mönnum líst ekki á Kórinn þá verður það væntanlega skoðað hvort það sé hægt að færa leikinn fram á morgundag.“

Spáin fyrir morgundaginn er þó engu skárri og því er mikil áhersla lögð á að reyna að láta leikinn fara fram í dag.

Laugardalsvöllur er þá út úr myndinni?

„Það lítur allaveganna mjög illa út. Það er verið að reyna moka af honum en það snjóar jafn harðan og spáin fyrir seinni partinn lítur ekki vel út.“ 

„Við erum á leiðinni upp eftir í Kór núna og vonandi verður ákvörðun tekin eftir fund þar. Ég myndi áætla að eftir klukkutíma eða svo verði þetta komið á hreint.“ 


Athugasemdir
banner
banner