Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2020 15:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Henderson svekktur: Myndi sleppa því að hafa VAR
Mynd: Getty Images
Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Brighton á útivelli í dag. Brighton fékk vítaspyrnu í uppbótartíma sem Pascal Gross skoraði úr og tryggði heimamönnum stigið. Vítaspyrnan var dæmd á Andy Robertson fyrir brot á Danny Welbeck. Dómari leiksins dæmdi það eftir að hafa koðað í VAR-skjánum.

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, lék seinni hálfleikinn í dag og var hann í viðtali við BBC og BT Sport eftir leikinn.

„Stigin hefðu öll átt að enda okkar megin að mínu mati. Ég hef séð endursýninguna. Hver væri glaður með þetta? Þetta var ekki víti. Mér finnst við ræða þessa atvik í hverri viku. Ég vil ekki lenda í vandræðum en fyrir mér er þetta ekki víti. Welbeck sagði við mig að þetta væri ekki víti. Það voru fjórir eða fimm leikmenn sem fannst þetta ekki vera víti. Til að breyta dómnum finnst mér að það þurfi að vera augljós mistök. Auðvitað veit dómarinn betur en við en mér fannst strákarnir frábærir í dag og áttu skilið þrjú stig," sagði fyrirliðinn við BT Sport.

„Þegar það er rangstaða er teiknuð lína, hvað er hægt að gera í því? Þér líður eins og það séu margar ákvarðanir sem falla á móti þér en ég skil ekkert í víta-ákvörðuninni," sagði hann við BBC.

Myndi Henderson vilja að hætt verði með VAR?

„Ég vil ekki tala fyrir aðra en fyrir mér þá já, ég myndi hætta með VAR. Ég vil spila fótbolta á venjulegan hátt. Ég sá hvað Kevin de Bruyne sagði fyrir viku síðan, margar reglur hafa breyst og maður kann ekki reglurnar lengur. Fyrir mér er það stórt vandamál. Við erum alltaf að tala um svona atvik í stað þess að ræða fótbolta," bætti Henderson við.
Athugasemdir
banner
banner
banner