Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
   sun 29. september 2024 20:36
Brynjar Ingi Erluson
Al Nassr hefur viðræður við Ronaldo - Vilja halda honum til 2026
Mynd: Getty Images
Sádi-arabíska félagið Al Nassr hefur hafið viðræður við portúgalska sóknarmanninn Cristiano Ronaldo um nýjan samning, en félagið vill framlengja samninginn út næsta tímabil.

Ronaldo, sem er 39 ára gamall, verður samningslaus eftir þetta tímabil.

Hann kom til félagsins í desember árið 2022 og verið besti maður liðsins með 64 mörk í 71 leik.

Portúgalinn hefur tjáð sig opinberlega um það að hann vilji verða fyrsti leikmaðurinn til þess að taka þátt á á sex heimsmeistaramótum og má því gera ráð fyrir því að hann sjái fyrir sér að enda ferilinn á HM 2026.

Ronaldo, sem er markahæsti leikmaður allra tíma, langar þá einnig að verða fyrsti leikmaðurinn til þess að skora þúsund mörk á ferlinum, en hann er nú með 903 mörk með félagsliðum og landsliði.

Samkvæmt ítalska blaðamanninum Nicolo Schira hefur Al Nassr hafið viðræður við Ronaldo um framlengingu á samningnum, en það vill framlengja hann til 2026.

Á þessu tímabili hefur Ronaldo skorað sex mörk í sjö leikjum sínum með félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner