Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. október 2020 16:04
Elvar Geir Magnússon
Framkvæmdastjóri KR: Ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram með fótboltann
Jónas Kristnsson með Óskari Erni Haukssyni.
Jónas Kristnsson með Óskari Erni Haukssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að halda áfram með mótið," segir Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, í samtali mbl.is.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað hertar aðgerðir vegna Covid-19 faraldursins en Jónas telur hinsvegar að það eigi ekki að hindra Íslandsmótið í að fara aftur af stað.

Einn af yfirmönnum Covid göngudeildar Landspítalans hefur talað fyrir því að fótboltinn ætti að geta rúllað hér á landi og Jónas tekur undir þau orð.

„Það hef­ur ekk­ert smit greinst á knatt­spyrnu­vell­in­um og ekk­ert hópsmit komið upp. Miðað við þær for­send­ur er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að halda áfram að spila knatt­spyrnu," segir Jónas.

„Ég held að Ísland sé eitt fjög­urra ríkja þar sem knatt­spyrna er ekki leyfð. Alls staðar ann­ars staðar er verið að spila. Það er vilji hjá öll­um til að halda áfram. Það er bara spurn­ing hversu liðleg stjórn­völd eru í því að horfa á stöðuna eins og hún er."

KR er í harðri baráttu um Evrópusæti en ef mótinu yrði slaufað myndi félagið ekki vera þátttakandi í Evrópukeppni á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner