Seinni leikur Íslands gegn Norður-Írlandi um sæti í A-deild Þjóðadeildar kvenna fer fram á Þróttarvelli klukkan 17 í dag.
Upphaflega átti að spila á Laugardalsvelli í gær en leiknum var frestað og hann færður vegna þeirrar miklu snjókomu sem var í gær.
Unnið er hörðum höndum að því að hreinsa snjó af Þróttarvelli fyrir leikinn og þar taka formennirnir þátt. Conrad Kirkwood formaður norðurírska fótboltasambandsins og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ tóku fram skóflurnar.
Upphaflega átti að spila á Laugardalsvelli í gær en leiknum var frestað og hann færður vegna þeirrar miklu snjókomu sem var í gær.
Unnið er hörðum höndum að því að hreinsa snjó af Þróttarvelli fyrir leikinn og þar taka formennirnir þátt. Conrad Kirkwood formaður norðurírska fótboltasambandsins og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ tóku fram skóflurnar.
Athugasemdir




