Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   fös 29. nóvember 2024 15:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útilokar að langbesti leikmaður liðsins fari í janúar
Mynd: Getty Images
Gary O'Neil, stjóri Wolves, var spurður út í Matheus Cunha á fréttamannafundi í dag. Cunha er brasilískur sóknarmaður sem hefur verið frábær með Úlfunum á tímabilinu.

Hann er funheitur um þessar mundir og stjórinn var spurður hvort hann hefði áhyggjur af því að missa Cunha frá félaginu í janúar.

„Ég hef engar áhyggjur. Ég vil að hann spili eins vel og hægt er og ég vil að allir í heiminum vilji fá hann. Mitt starf er að hjálpa Matheus að sýna sitt besta á hæsta getustigi í heimi, svo ég hef engar áhyggjur."

„Samband okkar er mjög gott og skilningur hans á því hvað við erum að reyna gera er mjög góður, svo ég sé ekki fyrir að það verði einhver vandamál í janúar"

„Varðandi samning, ég læt félagið um það. Við erum einbeittir, Matheus þar á meðal, á leikinn á morgun gegn Bournemouth sem við viljum vinna."

„Matehus mun ekki fara í janúar, alveg klárlega ekki,"
sagði O'Neil að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner