Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 15:31
Elvar Geir Magnússon
Chelsea hefur gert 105,6 milljóna punda tilboð í Enzo
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur gert 105,6 milljóna punda tilboð í argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez hjá Benfica. Það myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu enska fótboltans.

Manchester City borgaði 100 milljónir punda þegar félagið keypti Jack Grealish frá Aston Villa.

Enzo, sem varð 22 ára á dögunum, var valinn besti ungi leikmaður HM í Katar en hann lyfti bikarnum með liðsfélögum sínum í argentínska landsliðinu.

Talið er að tilboð Chelsea feli í sér að upphæðin verði greidd í nokkrum hlutum yfir ákveðið tímabil.

Enzo hefur verið orðaður við Chelsea allan janúargluggann. Enska félagið virtist hafa gefist upp á að fá leikmanninn en hefur skyndlega farið að reyna við hann að nýju. Sérfræðingar BBC telja vísbendingu um að félagið hafi fengið upplýsingar um að þessu nýja tilboði gæti verið tekið.
Enski boltinn - Óvænt skipti og slúðursögur fyrir gluggadag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner