Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. júní 2022 13:48
Innkastið
Búist við því að þeir myndu gera miklu meira gegn 2. deildarliði
Stefan Ljubicic kom til KR frá HK.
Stefan Ljubicic kom til KR frá HK.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Vondur dagur fyrir Stefan Ljubicic og Sigurð Bjart Hallsson sem fengu þarna tækifærið í byrjunarliðinu. Rúnar Kristinsson og hans ráðgjafar hafa væntanlega búist við því að á móti 2. deildarliði væru þessir leikmenn að sýna miklu meira," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Stefan og Sigurður Bjartur gengu í raðir KR fyrir tímabilið en hafa að mestu verið notaðir sem varaskeifur. Þeir fengu báðir tækifæri í byrjunarliðinu gegn Njarðvík í bikarnum í vikunni.

Þeir náðu lítið að sýna og voru báðir teknir af velli í hálfleik.

„Hann (Rúnar) lagði spilin þannig að þarna fengu þeir sitt tækifæri. Eins og uppleggið var átti Aron Kristófer að finna einhverja inni á teignum og þá verður Sigurður Bjartur að vera þar," sagði Sæbjörn í Innkastinu.

„Ég vil hafa Sigurð Bjart Hallsson inn á teig. Var hann ekki keyptur til að skora mörk? KR-ingum gekk illa koma skotum á markið og Blakala þurfti ekki mikið að verja því varnarmennirnir hentu sér fyrir þetta," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Þeir náðu alveg mörgum boltum inn á teiginn en Stefan Ljubicic náði ekkert að koma sér í þá," sagði Elvar.
Innkastið - Bikarspjall á bílaplani
Athugasemdir
banner
banner