mið 30. nóvember 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Rashford tileinkaði fyrra markið vini sínum sem lést úr krabbameini
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford hefur fundið sjálfstraustið aftur, er í hörkuformi og er kominn með þrjú mörk á HM í Katar. Hann skoraði tvennu þegar England vann Wales í gær og tryggði sér toppsæti B-riðils.

England mun mæta Senegal í 16-liða úrslitum á sunnudag.

Eftir leikinn opinberaði Rashford að fyrra mark sitt í leiknum, aukaspyrnumarkið frábæra sem sjá má hér að neðan, var tileinkað vini sínum sem féll nýlega frá eftir baráttu við krabbamein.

„Ég missti einn af vinum mínum fyrir nokkrum dögum. Hann hafði lengi glímt við krabbamein. Ég er ánægður með að hafa skorað fyrir hann, hann var mikill stuðningsmaður og góður vinur. Hann var einstaklingur sem kom inn í líf mitt," segir Rashford.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner