Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 19:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Að fá svona marga skapar ákveðinn hausverk fyrir Chelsea
Mykhailo Mudryk er á meðal leikmanna sem hafa gengið til liðs við Chelsea í janúar.
Mykhailo Mudryk er á meðal leikmanna sem hafa gengið til liðs við Chelsea í janúar.
Mynd: EPA
Chelsea hefur farið mikinn í þessum félagaskiptaglugga og bætt við sig fjölda leikmanna.

Alls hafa sex leikmenn komið til félagsins fyrir háar upphæðir og er möguleiki á að einn bætist við til viðbótar. Chelsea er að reyna að kaupa miðjumanninn Enzo Fernandez frá Benfica áður en glugginn lokar.

Það má segja að þetta skapi ákveðin vandræði fyrir Chelsea. Ekki bara upp fjármálareglur að gera, heldur líka þegar kemur að því að skrá leikmenn.

Chelsea er í Meistaradeildinni og þar er framundan einvígi gegn Borussia Dortmund í 16-liða úrslitunum.

Chelsea mun aðeins í mesta lagi geta skráð þrjá nýja leikmenn í Meistaradeildina á miðju tímabili.

Chelsea er búið að fá Joao Felix, Andrey Santos, Mykhailo Mudryk, David Datro Fofana, Noni Madueke og Benoit Badiashile í glugganum. Þrír þeirra munu ekki taka þátt í Evrópukeppni og þeir verða fjórir ef Enzo bætist við. Þeir sem missa af því verða eflaust ekki sáttir.

Hópurinn er gríðarlega stór og verður erfitt fyrir Graham Potter, stjóra Chelsea, að finna hlutverk fyrir alla ef hópurinn er meiðslafrír.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner