Mohamed Elneny, miðjumaður Arsenal, er búinn í aðgerð á hné. Arsenal segir frá þessu og segir í tilkynningu félagsins að um nokkuð stóra aðgerð hafi verið að ræða.
Elneny meiddist á æfingu fyrir leik liðsins gegn Tottenham fyrr í þessum mánuði og er nú í kappi við tímann um að ná að spila aftur fyrir lok tímabilsins.
Elneny meiddist á æfingu fyrir leik liðsins gegn Tottenham fyrr í þessum mánuði og er nú í kappi við tímann um að ná að spila aftur fyrir lok tímabilsins.
Arsenal mun halda áfram að upplýsa stuðningsmenn sína um stöðu mála hjá Elneny þegar fyrsti hluti endurkomuferlisins er lokið.
Elneny er þrítugur og verður samningslaus í sumar. Hann hefur verið í hlutverki varamanns á tímabilinu fyrir þá Thomas Partey og Granit Xhaka.
Hann hefu verið í sjö ár hjá Arsenal og á að baki 155 leiki fyrir félagið. Arsenal er að ganga frá kaupum á Jorginho til að auka við breiddina á miðsvæðinu.
Athugasemdir