Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 31. mars 2021 23:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttur R. semur við fyrrum leikmann West Ham (Staðfest)
Lengjudeildin
Sam Ford er mættur í Þrótt.
Sam Ford er mættur í Þrótt.
Mynd: Þróttur R.
Þróttur Reykjavík hefur fengið til sín Sam Ford, 22 ára gamlan enskan sóknarmann.

Félagið hefur samið við hann um að leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Sam er fæddur í Ipswich og spilaði hann með U18 liði Ipswich Town. Hann lék einnig með U23 liði West Ham og var einnig hjá Derby County að sögn Þróttar.

Hann hefur einnig spilað í Ástralíu og Slóvakíu en síðast var hann á mála hjá FC Kosice í Slóvakíu.

,S,am hefur æft með liðinu að undanförnu og sýnt að hann er góður framherji með markanef og kraft, og að hann verður góð viðbót við leikmannahóp Þróttar," segir í tilkynningu frá félaginu sem hafnaði í tíunda sæti Lengjudeildarinnar í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner