
Það var rætt um það í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag að heyrst hefði að Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, væri búinn að fá símtal frá KSÍ um að taka við A-landsliði karla.
Fótbolti.net náði í Rúnar í dag og spurði hann út í þessa sögu, en hann segist ekki hafa rætt við KSÍ um starfið.
Hann sagðist lítið annað vilja tjá sig um landsliðið þar sem það styttist í Bestu deildina og er hann á fullu í að leggja lokahönd á undirbúning hjá KR-liðinu.
Rúnar hefur stýrt KR frá 2017, en hann stýrði einnig liðinu frá 2010 til 2014. Hann hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með KR en hann hefur einnig þjálfað Noregi og Belgíu. Rúnar lék þá yfir 100 landsleiki fyrir Ísland á leikmannaferli sínum.
KSÍ er núna að fara í þjálfaraleit og verður fróðlegt að sjá hvernig hún þróast.
Athugasemdir