Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. maí 2016 07:00
Magnús Már Einarsson
14 ára kom inn á í 2. deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Daði Már P. Jóhannsson kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri Gróttu á Völsungi á laugardaginn.

Það vekur athygli fyrir þær sakir að Daði er einungis 14 ára gamall.

Daði er fæddur árið 2001 en hann fagnar 15 ára afmæli sínu í júlí næstkomandi.

Daði er fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur árið 2001 sem spilar í deildarkeppni á þessu ári.

Birkir Heimisson (Þór), Stefán Ómar Magnússon (Huginn), Ísar Karl Arnfinnsson (Sindra) og Þormar Elvarsson (KFR) hafa allir komið við sögu í sumar en þeir eru fæddir árið 2000.

Daði æfir og spilar með 2. flokki Gróttu en var kallaður inn í meistaraflokkshópinn fyrir leikinn gegn Völsungi þar sem hann spilaði síðustu mínútur leiksins.

Í gær skoraði hann síðan með 2. flokki Gróttu í 5-0 sigri á ÍR í bikarnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner