Daði Már P. Jóhannsson kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri Gróttu á Völsungi á laugardaginn.
Það vekur athygli fyrir þær sakir að Daði er einungis 14 ára gamall.
Daði er fæddur árið 2001 en hann fagnar 15 ára afmæli sínu í júlí næstkomandi.
Daði er fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur árið 2001 sem spilar í deildarkeppni á þessu ári.
Birkir Heimisson (Þór), Stefán Ómar Magnússon (Huginn), Ísar Karl Arnfinnsson (Sindra) og Þormar Elvarsson (KFR) hafa allir komið við sögu í sumar en þeir eru fæddir árið 2000.
Það vekur athygli fyrir þær sakir að Daði er einungis 14 ára gamall.
Daði er fæddur árið 2001 en hann fagnar 15 ára afmæli sínu í júlí næstkomandi.
Daði er fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur árið 2001 sem spilar í deildarkeppni á þessu ári.
Birkir Heimisson (Þór), Stefán Ómar Magnússon (Huginn), Ísar Karl Arnfinnsson (Sindra) og Þormar Elvarsson (KFR) hafa allir komið við sögu í sumar en þeir eru fæddir árið 2000.
Daði æfir og spilar með 2. flokki Gróttu en var kallaður inn í meistaraflokkshópinn fyrir leikinn gegn Völsungi þar sem hann spilaði síðustu mínútur leiksins.
Í gær skoraði hann síðan með 2. flokki Gróttu í 5-0 sigri á ÍR í bikarnum.
Athugasemdir