Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 31. júlí 2024 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Viðars: Patrik er alveg jafngóður og hann var fyrir helgi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á laugardeginum benti mjög margt til þess að FH væri að ganga frá kaupum á Patrik Johannesen frá Breiðabliki. Ekkert varð úr því, í bili hið minnsta. Patrik hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Blikum að undanförnu og verið ónotaður varamaður í nokkrum leikjum.

FH bauð í færeyska sóknarmanninn og fór hann í viðræður við félagið, en úr varð að hann er allavega ekki enn farinn í FH. Félög í Færeyjum hafa einnig áhuga á Patrik.

FH er í sóknamannsleit þar sem Úlfur Ágúst Björnsson spilar ekki fleiri leiki í mótinu. Hann er farinn út í háskólanám.

„Við höfðum mjög mikinn áhuga á Patrik og vorum komnir í viðræður við hann. Svo breytist eitthvað en það breytir því ekki að mér finnst hann alveg jafngóður leikmaður í dag og mér fannst hann fyrir helgi," segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, við Fótbolta.net í dag.

„Við viljum fá inn mann inn fyrir Úlf. Við þurfum að vanda okkur í því sem við gerum og gera það vel. Við viljum fá inn rétta leikmanninn. Við erum með mjög sterkan hóp, ef við finnum ekkert þá bara höldum við áfram."

Davíð var spurður út í atburðarásina um helgina. Kom honum á óvart hvernig málin þróuðust?

„Það kemur manni ekkert mikið á óvart í þessum fótboltaheimi. Auðvitað var ég vongóður um að við myndum ná að loka þessu, en það tókst ekki. Hver sem ástæðan er, þá var eitthvað sem gerði það að verkum að þetta gekk ekki eftir. Þetta er bara fótbolti og það eru oft ansi miklar vendingar í þessu. Maður þarf bara að lifa með því og svo heldur maður áfram að reyna gera stitt besta í því sem maður er að vinna við," segir Davíð.

FH er í 4. sæti Bestu deildarinnar og gluginn er opinn út 13. ágúst.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner