Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
KDA KDA
 
þri 30.mar 2021 10:16 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Súrt í séns Staðfest var í gær að íslenska U21 árs landsliðið yrði án fimm leikmanna gegn Frökkum. Fjórir þeirra höfðu spilað báða leikina, þrír af þeim í byrjunarliði. Sá fimmti, Ísak Óli Ólafsson, kom inn gegn Dönum og sýndi fína frammistöðu. Hann meiddist í leiknum og er frá.

Hinir fjórir voru kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik gegn Liechtenstein sem verður að vinnast. A-liðið er án stiga eftir tvo leiki í undankeppni fyrir HM 2022. Meira »
sun 28.mar 2021 18:10 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eftir leik gegn Dönum: Hvað átti að gerast fyrstu 20? - Flottar 70 Eftir að hafa horft á íslenska liðið í eltingarleik við Danmörku í tuttugu mínútur hafði ég áhyggjur af framhaldinu. Það sem sást var ekki fallegt. Liðið sat djúpt, mjög djúpt, og ég sá ekki hvernig við ættum að geta truflað Danina í sínum leik, náðum ekki að klukka þá og snertum varla boltann, sérstaklega fyrstu tíu mínúturnar.

Tyrkneski dómarinn hjálpaði okkur lítið því þegar við miðuðum á Svein Aron með löngu sendingum okkar þá fékk Sveinn óblíðar móttökur og dómarinn kaus að láta þau návígi eiga sig. Meira »
fim 25.mar 2021 21:30 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eftir fyrsta leik: Stór spurningarmerki og skrítin svör Starfsmaður Fótbolta.net sem horfði á leik Rússlands og Íslands á Alcufer stadion í Ungverjalandi spyr sig spurninga eftir leik dagsins í dag.

Tvennt kom honum á óvart í liðsuppstillingu liðsins í dag. Þeir Kolbeinn Þórðarson og Stefán Teitur Þórðarson komu inn í liðið frá líklegu byrjunarliði fyrir leik. Þeir Kolbeinn Birgir Finnsson og Mikael Neville Anderson byrjuðu á bekknum. Meira »
fim 11.mar 2021 13:30 Aðsendir pistlar
Fjölgun leikja og ný bikarkeppni Hugmyndin kviknaði hjá mér í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið undanfarið um fjölgun leikja í íslandsmótinu. Meira »
fös 05.mar 2021 10:00 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U21: Hverja velur Davíð? - Þessa valdi ég í hópinn Það styttist í að tilkynntur verði 23ja manna leikmannahópur fyrir lokakeppni U21 árs landsliða. Það má einnig kalla þetta milliriðla, því þetta er nákvæmlega það. Íslenska liðið þarf að enda í öðru af tveimur efstu sætum síns riðils til að fara í 8-liða úrslit sem fara fram í maí.

Ísland komst í þennan milliriðil með því að enda í 2. sæti í undankeppninni eftir mikla baráttu við Svíþjóð og Írland, það var ítalska liðið sem endaði í efsta sæti. Andstæðingar okkar í milliriðlinum eru Rússar, Danir og Frakkar. Gjaldgengir á mótið eru leikmenn fæddir 1998 og síðar.

Ég setti saman lista, 32ja manna lista, af þeim leikmönnum sem ég tel að séu efstir á blaði hjá Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara liðsins. Þjálfaraskipti urðu eftir að árangurinn náðist, Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku við A-landsliðinu og Davíð Snorri kom inn í þeirra stað.

Það skal einnig tekið fram að ef forföll koma upp í A-landsliðinu, eða ef útséð er að U21 liðið kemst ekki áfram, þá geta leikmenn verið kallaðir upp í A-landsliðið. Það er þó ekki hægt að kalla leikmenn inn í U21 hópinn á meðan mótinu stendur.

Ég ætla að reyna rökstyðja af hverju þessir 23 leikmenn verða valdir en ekki þeir níu sem einnig verður minnst á. Það er mögulega ekki svo einfalt að Davíð geti valið þá 23 bestu sem eru gjaldgengir í þennan hóp. A-landsliðið á þrjá mikilvæga leiki í undankeppninni fyrir HM í Katar á næsta ári og þeir leiknir á rúmri viku. Ég tel að fjórir leikmenn sem gjaldgengir eru í þennan lokahóp verði valdir í A-landsliðið.

Hópinn, eins og ég sé hann, má sjá hér að neðan. Það er að sjálfsögðu gefið að allir séu og verði heilir heilsu. Meira »
þri 23.feb 2021 14:50 Þórir Hákonarson
Breytum rétt - Deildaskipan Mikið hefur verið rætt en minna ritað um hugmyndir varðandi fyrirkomulag deildakeppni í efstu deildum karla og þær hugmyndir sem komið hafa fram hafa lítið sem ekkert verið útfærðar. Meira »
mán 22.feb 2021 09:30 Aðsendir pistlar
Hugleiðingar um Toppfótbolta Aðalfundur Íslensks Toppfótbolta var haldinn í liðinni viku. Nýir menn komu inn í stjórn og nýr formaður tók við. Ber að óska þeim til hamingju og velfarnaðar í starfi. Meira »
mán 08.feb 2021 10:06 Aðsendir pistlar
Umspil á Íslandi Mikið er þessa dagana skrafað og skeggrætt um fjölgun leikja í efstu deild karla í knattspyrnu og er það vel. Þær tillögur sem þar liggja á borði eru allar áhugaverðar og mikilvægt að ræða þær en þær eru ekki það sem ég ætla að gera umfjöllunar efni mínu hér. Mig langar að einblína á hvernig við getum gert neðri deildir (karla og kvenna) meira spennandi. Meira »
fim 31.des 2020 08:15 KSÍ
Pistill formanns KSÍ: Framtíðin er björt! Pistill Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, fenginn af ksi.is:

Nú er þessu ótrúlega ári 2020 að ljúka. Þetta hefur svo sannarlega reynt á okkur öll. Við þurftum að takast á við verulegar áskoranir í fótboltanum eins og í samfélaginu öllu.

Hvernig horfum við nú til baka til ársins? Ég vil horfa til þess að okkur tókst í sameiningu að halda starfinu uppi að langmestu leyti þrátt fyrir ýmsar hindranir og takmarkanir. Samskiptin við heilbrigðisyfirvöld voru bæði flókin og umfangsmikil svo ekki sé talað um að skipuleggja heilt mót upp á nýtt. Meira »
lau 19.des 2020 08:00 KDA
Elsta starfandi knattspyrnudómarafélag landsins 50 ára Árið 1970 stofnuðu þeir Guðjón Finnbogason og Friðjón Edvardsson ásamt fleiri Skagamönnum knattspyrnudómarafélag sem fékk heitið Knattspyrnudómarafélag Akraness eða KDA eins og það þekkist í dag. Meira »
mán 14.des 2020 14:00 Aðsendir pistlar
Er allt í skrúfunni? Ekki þarf að eyða mörgum orðum á covid-árið og áhrif veirunnar á íþróttalífið. Það ár fer í sögubækur sem „annus horribilis“ íþróttanna og þar með talið knattspyrnunnar – með undantekningum þó sem vert er að hafa í huga. Ekki er gott að segja hvort covid-þreyta sé að leiða okkur á brautir bölmóðs, en óneitanlega hefur umfjöllun um fótboltann síðustu daga ekki beinlínis verið á nótum bjartsýni og ánægju. Undantekningin er augljóslega frábær árangur kvennalandsliðsins og landsliðs U21 sem leika bæði til úrslita á Evrópumótum sem því miður hefur orðið af verðskuldaðri athygli. Meira »
lau 12.des 2020 11:00 Hafliði Breiðfjörð
Afrekið er þeirra Landslið Íslands tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins fjórða mótið í röð í byrjun mánaðarins en því miður hefur árangurinn fallið í skuggann af framkomu þjálfara liðsins og niðurrifi ákveðinna fjölmiðlamanna og annarra á liðinu. Meira »
fim 26.nóv 2020 12:30 Siggi Ágústsson
Þegar við Diego hittumst loksins! Spartak leikvangurinn i Moskvu. Landsleikur Argentínu og Íslands. Hér myndi það gerast. Hér myndi ég vera á sama velli og Maradona. „Hitta“ hann. Hvorugur að spila reyndar. Ég hlakkaði mjög mikið til, en gat ekki verið viss um að hann væri jafnspenntur yfir þessu. Meira »
mán 23.nóv 2020 11:30 Aðsendir pistlar
Íslensk knattspyrna á farsóttartímum Nú þegar atlagan við faraldur kórónuveirunnar hér á landi hefur staðið yfir í 9 mánuði og þriðja bylgjan er á niðurleið er vert að staldra við og skoða hvernig til hefur tekist með viðbragðsaðgerðir. Óhætt er að segja að aðgerðir stjórnvalda til að kveða niður faraldurinn hafi reynst árangursríkar en strangar takmarkanir á eðlilegri virkni samfélagsins langtímum saman hafa að sama skapi haft alvarlegar afleiðingar, m.a. fyrir ferðaþjónustu, skóla og íþróttastarf. Knattspyrnan hefur ekki farið varhluta af því þar sem ekki reyndist unnt að ljúka Íslandsmótinu í ár þrátt fyrir mikla vinnu KSÍ við að útfæra sóttvarnaráðstafanir í tengslum við æfingar og kappleiki. Athygli hefur vakið að í flestum öðrum löndum hefur keppni í knattspyrnu verið fram haldið eftir tímabundna stöðvun síðastliðið vor þó að kórónuveirufaraldurinn hafi verið á miklu flugi. Stafar það af undanþágu sem þessar þjóðir hafa veitt frá almennum sóttvarnareglum og samfélagstakmörkunum. Fyrir þessu eru ástæður sem vert er að skoða nánar. Meira »
þri 17.nóv 2020 23:40 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Takk fyrir mig, Erik Hamren Svíinn Erik Hamren mun á morgun stýra íslenska landsliðinu í síðasta sinn. Hann mun hætta eftir leik Íslands gegn Englandi á Wembley. Leikurinn verður síðasti leikur Íslands í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. Við höfum ekki enn fengið stig í Þjóðadeildinni frá stofnun hennar og spurning hvort það breytist á morgun. Meira »
mið 11.nóv 2020 11:15 Þórir Hákonarson
Góður félagi íslenskrar knattspyrnu fallinn frá – Dirk Harten Góður félagi íslenskrar knattspyrnu, þýski íþróttablaðamaðurinn Dirk Harten, er fallinn frá eftir baráttu við krabbamein en hann lést s.l. mánudag aðeins 58 ára gamall. Meira »
fös 09.okt 2020 17:14 Aðsendir pistlar
Mínar hugmyndir um hvernig hægt er að slaufa tímabilinu Kæra íslenska fótboltasamfélag,

Ég vil byrja á því að útskýra að ég skrifa þetta bréf með stuðningi hluta leikmannahóps míns og einnig með stuðning margra sem hafa haft samband við mig persónulega til að segja mér frá sinni hlið á þessu Covid-vandamáli. Íslenskir leikmenn, erlendir leikmenn og þjálfarar hafa rætt við mig undanfarna daga vegna hugleiðinga sem ég hef verið með á Twitter.

@JamieMcDcoach á Twitter

Þeir hafa rætt við mig um fréttirnar af frestun Íslandsmótsins og biðin eftir því að fá upplýsingar er að skapa stór vandamál. Margir þeirra hafa einnig talað við mig um áhyggjur af því að halda mótinu áfram. Meira »
þri 01.sep 2020 12:01 Hafliði Breiðfjörð
Ólögleg ríkisaðstoð? Í dag mun íslenska ríkið greiða út 400 milljónir til samkeppnismiðla Fótbolta.net til að styrkja rekstur miðlanna. Fótbolti.net fær ekki krónu. Meira »
mið 08.júl 2020 09:11 Aðsendir pistlar
Sýnum dómurum virðingu Mikil athygli hefur verið á dómgæslu í íslenskum fótbolta undanfarið, að margra mati það mikil að athyglin er að fara frá leiknum sjálfum, sem ætti auðvitað að vera aðalatriðið. Það er alltaf best þegar athyglin er á liðunum, leikjunum sjálfum og leikmönnunum. Best er þegar dómararnir eru nánast ósýnilegir, ef svo má að orði komast. Meira »
þri 16.jún 2020 12:15 Hafliði Breiðfjörð
Okkur er full alvara! Íslenski fótboltinn er byrjaður að nýju eftir langa seinkun vegna heimsfaraldursins og áhuginn er gríðarlegur á öllum deildum og keppnum. Meira »