Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
banner
   fim 22. janúar 2026 08:45
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd
Powerade
Liverpool hefur áhuga á Van de Ven.
Liverpool hefur áhuga á Van de Ven.
Mynd: EPA
Palmer er til í að spila fyrir Manchester United.
Palmer er til í að spila fyrir Manchester United.
Mynd: EPA
Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga.
Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga.
Mynd: EPA
Englandsmeistararnir hafa áhuga á varnarmanni Tottenham og þá er nóg af áhugaverðum molum sem tengjast Manchester United. Hér er spennandi fimmtudagspakki slúðursins. Allt í boði Powerade.

Liverpool hefur áhuga á hollenska miðverðinum Micky van de Ven (24) en þessi hávaxni og hraði leikmaður hefur ekki samþykkt framlengingu við Tottenham. (Mail)

Cole Palmer (23), sóknarmiðjumaður Chelsea, er tilbúinn að snúa aftur til Manchester og hefur áhuga á að spila fyrir Manchester United. Þessi fyrrum leikmaður City er samningsbundinn Chelsea til 2033. (Express)

Real Madrid íhugar að gera tilboð í portúgalska miðjumanninn Rúben Neves (28) sem er tilbúinn að yfirgefa Al-Hilal í Sádi-Arabíu og halda aftur til Evrópu. Manchester United hefur einnig áhuga á þessum fyrrum fyrirliða Úlfana. (AS)

Manchester United ætlar að tilkynna miðjumanninum Bruno Fernandes (31) að félagið vilji halda honum í ár í viðbót og vill fá ákvörðun frá honum fyrir HM í sumar. (ESPN)

Enski miðjumaðurinn Ruben Loftus-Cheek (29) hjá AC Milan er skotmark Aston Villa sem skoðar markaðinn eftir að Boubacar Kamara (26) meiddist illa á hné. (Telegraph)

Manchester United hefur boðist að fá Loftus-Cheek og lauslegar viðræður átt sér stað. (Talksport)

Villa hefur sent fyrirspurn til Fenerbahce varðandi marokkóska sóknarmanninn Youssef En-Nesyri (28). Napoli og Juventus hafa einnig áhuga á leikmanninum. (Fabrizio Romano)

Tottenham íhugar að gera 25 milljóna punda tilboð í hollenska vængmanninn Crysencio Summerville (24) hjá West Ham. (Mail)

Nottingham Forest mun leyfa brasilíska vinstri bakverðinum Cuiabano (22) að fara á láni í þessum mánuði. Meðal leikmanna sem Forest hefur áhuga á er gríski bakvörðurinn Kostas Tsimikas (29) sem er hjá Roma á láni frá Liverpool. (Athletic)

Tilboði Forest í varnarmanninn Mathias Olivera (28) hjá Napoli hefur verið hafnað en viðræður um úrúgvæska landsliðsmanninn halda áfram. (Tuttomercato)

Celta Vigo hefur lagt fram formlegt lánstilboð í spænska sóknarmiðjumanninn Fer Lopez hjá Wolves. Spænska félagið er tilbúið að greiða laun hans að fullu. (Sky Sports)

Barcelona vill fá Bernardo Silva (31), fyrirliða Manchester City, á frjálsri sölu þegar samningur Portúgalans rennur út eftir tímabilið. (Nacional)

Nígeríski varnartengiliðurinn Frank Onyeka (28) hjá Brentford er eftirsóttur af Championship-félögunum Sheffield United og Coventry City. Valencia á Spáni hefur einnig áhuga. (Standard)

Schalke hefur náð munnlegu samkomulagi um að fá Edin Dzeko (39), sóknarmanninn sem gekk í raðir Fiorentina í júlí síðastliðnum. (Sky Sport)
Athugasemdir
banner