Á tímum sem þessum þar sem enginn fótbolti er á skjánum fer maður oft að hugsa til baka. Núna þegar allt er stopp hefur maður tíma til að gera síðustu ár upp í huganum, bæði hvað varðar fótbolta og annað í lífinu. Knattspyrnuáhugamenn ryksuga internetið í leit gömlum leikjum, tölfræðiupplýsingum og fróðleik.
Meira »
Í fótboltaleysinu sem Covid19 faraldurinn býður okkur uppá hafa ófáir einstaklingar rifjað upp eftirminnilegustu leiki sem þeir hafa séð. Nokkrir slíkir pistlað hafa ratað inn á Fótbolta.net og ég ákvað að hoppa á vagninn og skrifa um minn eftirminnilegasta leik.
Meira »
Fótbolti.net er 18 ára í dag vefurinn hóf göngu sína 15. apríl 2002 og alla daga síðan þá hefur starfsfólk vefsins mætt með tilhlökkun til starfa við að uppfæra vefinn mörgum sinnum á dag.
Meira »
Kæru knattspyrnuþjálfarar
Stjórn Knattspyrnuþjálfafélags Íslands (KÞÍ) vill byrja á að þakka þeim fjölmörgu sem hafa brugðist við að undanförnu og greitt árgjald félagsins. Brýnt er nú um stundir að þjálfarar standi saman og bindist samtökum. Meira »
Stjórn Knattspyrnuþjálfafélags Íslands (KÞÍ) vill byrja á að þakka þeim fjölmörgu sem hafa brugðist við að undanförnu og greitt árgjald félagsins. Brýnt er nú um stundir að þjálfarar standi saman og bindist samtökum. Meira »
Í Covid ástandinu hefur verið vinsælt að rifja upp góðar minningar úr fótbolta með því að skrifa um leik sem er í uppáhaldi. Í síðustu viku birtist pisill frá Guðmundi Aðalsteini þar sem hann rifjaði upp leik sem hann gleymir seint. Ég tek nú við keflinu.
Meira »
Guardian hefur síðustu daga í fótboltaleysinu fengið fréttaritara sína til að rifja upp góðar minningar úr fótbolta með því að skrifa um leik sem er í uppáhaldi. Ég ætla að ríða á vaðið hér á Fótbolta.net og rifja upp leik sem ég gleymi seint. Hver veit nema einhverjir fleiri geri það hér á síðunni á næstu dögum.
Það er apríl 2018 og páskarnir eru á næsta leyti. Lengi hefur sú hugmynd að fara á leik í Meistaradeildinni verið ofarlega í huga mínum. Fyrsta fótboltaminningin mín er jú úr Meistaradeildinni þegar Ronaldinho skoraði með tánni á Brúnni árið 2005.
Ég lít á fótboltadagatalið og framundan eru fyrri leikir í 8-liða úrslitum keppninnar. Leikur Barcelona og Roma grípur strax athygli mína. Það voru þrír dagar í leik þegar ég tek loksins ákvörðun um að fara. Ég kaupi flug, hótel og miða á leikinn - allt á einu bretti og tveimur dögum síðar er ég í flugi á leið til Katalóníu. Hlutirnir gerast yfirleitt hratt í fótboltanum. Meira »
Það er apríl 2018 og páskarnir eru á næsta leyti. Lengi hefur sú hugmynd að fara á leik í Meistaradeildinni verið ofarlega í huga mínum. Fyrsta fótboltaminningin mín er jú úr Meistaradeildinni þegar Ronaldinho skoraði með tánni á Brúnni árið 2005.
Ég lít á fótboltadagatalið og framundan eru fyrri leikir í 8-liða úrslitum keppninnar. Leikur Barcelona og Roma grípur strax athygli mína. Það voru þrír dagar í leik þegar ég tek loksins ákvörðun um að fara. Ég kaupi flug, hótel og miða á leikinn - allt á einu bretti og tveimur dögum síðar er ég í flugi á leið til Katalóníu. Hlutirnir gerast yfirleitt hratt í fótboltanum. Meira »
Knattstjórnunaræfingar eru algjört lykilatriði í hæfileikamótun ungra leikmanna. Xavi Hernandes fyrrum fyrirliði Barcelona og af mörgum talinn einn besti sendingarmaður allra tíma, sagði í viðtali fyrir nokkrum árum, að að hans mati væru knattstjórnunaræfingar grunnurinn að sendingarfærni!
Meira »
Áður en ég held áfram, þá vil ég senda þakkir til heilbrigðisstarfsfólks og „hins heilaga þríeykis“ fyrir frábæra framgöngu síðustu daga og vikur.
Meira »
Maður áttar sig ekki oft á því hvað maður á eða hefur haft fyrr en það hefur verið tekið frá manni. Þó það sé kannski tímabundið, þá áttar maður sig á því hvað fótbolti og almennt íþróttir í heild sinni gerir fyrir hinn almenna mann.
Meira »
Fótboltaæfingar flokkast auðvitað ekki sem eitt af stóru málunum í dag.
En ljóst er að íslensk fótboltafélög túlka fyrirmæli ÍSÍ um æfingabann á mjög misjafnan hátt og þörf á að skerpa á þeim.
Eftir að hafa rætt við fjölmarga stjórnendur félaga og þjálfara um helgina þá er greinilegt að fólk er ekki samstíga í því að túlka fyrirmæli um það hvað sé bannað og hvað ekki.
Hvað telst skipulögð æfing? Má hafa æfingar þar sem hópnum er skipt í hluta undir stjórn þjálfara og fjarlægðar milli einstaklinga gætt? Má hafa einstaklingsæfingar undir stjórn þjálfara? Til dæmis markmannsþjálfara? Má láta leikmenn hafa áhöld til æfinga á gervigrasi? Má hafa gervigrasvelli opna til æfinga? Meira »
En ljóst er að íslensk fótboltafélög túlka fyrirmæli ÍSÍ um æfingabann á mjög misjafnan hátt og þörf á að skerpa á þeim.
Eftir að hafa rætt við fjölmarga stjórnendur félaga og þjálfara um helgina þá er greinilegt að fólk er ekki samstíga í því að túlka fyrirmæli um það hvað sé bannað og hvað ekki.
Hvað telst skipulögð æfing? Má hafa æfingar þar sem hópnum er skipt í hluta undir stjórn þjálfara og fjarlægðar milli einstaklinga gætt? Má hafa einstaklingsæfingar undir stjórn þjálfara? Til dæmis markmannsþjálfara? Má láta leikmenn hafa áhöld til æfinga á gervigrasi? Má hafa gervigrasvelli opna til æfinga? Meira »
Ég var að þvælast erlendis þegar ég las á netmiðlum sl. föstudag að Harpa Þorsteinsdóttir hefði ákveðið að hætta knattspyrnuiðkunn og leggja skotskóna á margfræga hillu.
Meira »
Hatrið á milli Millwall og West Ham United er eitt það langlífasta og bitrasta í enskri knattspyrnu. Bæði liðin, sem í upphafi hétu Millwall Athletic og Thames Ironworks, voru bæði staðsett í austurhluta London og aðeins örfáir kílómetrar voru á milli liðanna. Fyrsti leikurinn á milli þeirra fór fram í FA bikarkeppninni keppnistímabilið 1899-1900. Leikir liðanna á þessum tíma voru þekktir sem „Dockers derby“ þar sem stuðningsmenn beggja liða unnu á skipasmíðastöðvum sitthvoru megin við Thames ánna. Ekki nóg með það að stuðningsmenn beggja liða unnu fyrir sitthvora skipasmíðastöðina því báðar skipasmíðastöðvarnar voru einnig í harðri samkeppni við hvor aðra og mun það einnig hafa aukið á spennuna á milli liðanna.
Meira »
Í gær vann Liverpool 3 - 2 sigur á Manchester City, þetta var tíundi sigur liðsins í röð og þeir eru komnir með 5 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Aðeins fjórum sigurleikjum frá Englandsmeistaratitlinum.
Meira »
Það er 24. júní 2016 og ég blæs í flautuna í síðasta skiptið. Ég er staddur á Stokkseyrarvelli og var að enda við að flauta til leiksloka í leik Stokkseyrar gegn Afríku í neðstu deild karla. Ég var löngu búinn að ákveða það að enda minn feril á vellinum þar sem hann hófst – á Stokkseyrarvelli, en ég bjó í þessu fallega þorpi þar til ég var 15 ára gamall. Eftir leikinn stilltu leikmenn Stokkseyrar sér upp í heiðursvörð mér til heiðurs þar sem ég var svo síðan verðlaunaður af Stokkseyringum með fallegri styttu sem á stóð, „Þú ert sá Stokkseyringur sem náð hefur lengst á sviði knattspyrnunnar á Íslandi. Takk fyrir vel unnin störf og takk fyrir að halda uppi nafni Knattspyrnudeildar Stokkseyrar. Besti knattspyrnudómari landsins hefur blásið í síðasta sinn í dómaraflautuna.” Takk kærlega fyrir mig Stokkseyringar!
Meira »
Ummæli Jon Moss knattspyrnudómara í efstu deild Englands hafa verið töluvert í umræðunni. Kannski ekki hér á klakanum en töluvert í landi konungsfjölskyldunnar. Hinn viðkvæmi leikmaður Bournemouth, Dan Gosling, var ekki sáttur með Moss sem dæmdi tapleik liðsins gegn Sheffield United á dögunum. Sakaði Gosling dómarann um að hafa sýnt sér mikla vanvirðingu þegar Moss sagði við hann, “Ég er ekki ástæðan fyrir því að þið eruð í fallsæti, þið eruð það!” Gosling fór mikinn í viðtali eftir leikinn þar sem hann sagði meðal annars: “„Mér fannst hann sýna mikla vanvirðingu með því sem hann sagði. Mér fannst hann vera til skammar. Dómarar töluðu um virðingu fyrir tímabilið en það var engin virðing hjá Jon Moss á sunnudaginn."
Meira »
Þegar ég leit út um gluggann í morgun (23. janúar), hugsaði ég; Nú, Jæja – tveir mánuðir eru þar til að leika á stórleik á grasi á Laugardalsvellinum. Um vetur – 26 dögum fyrir Sumardaginn fyrsta.
Meira »
Þegar Teitur Benediktsson (f. 14. nóvember 1904) frá Sandabæ og Unnur Sveinsdóttir í Nýlendu við Suðurgötu (f. 11. ágúst 1910) giftu sig á Akranesi sáu ekki margir fyrir sér að þau ættu eftir að móta eina mestu knattspyrnufjölskyldu á Íslandi. Þau eignuðust þrjú börn, Svein (f. 1. mars 1931), Ester (f. 26. september 1932) og Margréti (f. 31. ágúst 1937).
Meira »
Ég er svo lánsamur að hafa fengið að kynnast starfsemi Fótbolta.net á bakvið tjöldin í þau ár sem ég skrifaði fyrir þennan frábæra vef. Ég held að allir sem þetta lesa geti verið sammála því að Fótbolti.net gegnir algeru lykilhlutverki í knattspyrnuumfjöllun á Íslandi – bæði þegar kemur að íslenska boltanum og þeim erlenda.
Meira »
Það er hart sótt að íþróttaumfjöllun á Íslandi og margt sem bendir til þess að hún fari minnkandi á næstunni. Komandi fjölmiðlalög eru svo enn meiri ógn við umfjöllunina.
Meira »
Knattspyrnufélagið Þróttur fagnaði á haustmánuðum 70 ára afmæli sínu og í tilefni þess gaf félagið út veglegt afmælisrit. Falast var eftir því að undirritaður skrifaði gein í blaðið um það hvernig Köttararnir, stuðningssveit Þróttar, urðu til. Greinin þótti ekki hæf til birtingar í afmælisritinu og birtist því hér í staðin á fótbolti.net. Kann höfundur netmiðlinum bestu þakkir fyrir birtinguna og um leið að varðveita söguna óritskoðaða.
Meira »