Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
KDA KDA
 
þri 07.apr 2020 08:00 Matthías Freyr Matthíasson
Fordæmalausir tímar - nóg að frétta? Áður en ég held áfram, þá vil ég senda þakkir til heilbrigðisstarfsfólks og „hins heilaga þríeykis“ fyrir frábæra framgöngu síðustu daga og vikur. Meira »
mán 06.apr 2020 08:00 Magnús Valur Böðvarsson
  Ísland 'til I die Maður áttar sig ekki oft á því hvað maður á eða hefur haft fyrr en það hefur verið tekið frá manni. Þó það sé kannski tímabundið, þá áttar maður sig á því hvað fótbolti og almennt íþróttir í heild sinni gerir fyrir hinn almenna mann. Meira »
sun 29.mar 2020 21:02 Elvar Geir Magnússon
Ekki samstíga Fótboltaæfingar flokkast auðvitað ekki sem eitt af stóru málunum í dag.

En ljóst er að íslensk fótboltafélög túlka fyrirmæli ÍSÍ um æfingabann á mjög misjafnan hátt og þörf á að skerpa á þeim.

Eftir að hafa rætt við fjölmarga stjórnendur félaga og þjálfara um helgina þá er greinilegt að fólk er ekki samstíga í því að túlka fyrirmæli um það hvað sé bannað og hvað ekki.

Hvað telst skipulögð æfing? Má hafa æfingar þar sem hópnum er skipt í hluta undir stjórn þjálfara og fjarlægðar milli einstaklinga gætt? Má hafa einstaklingsæfingar undir stjórn þjálfara? Til dæmis markmannsþjálfara? Má láta leikmenn hafa áhöld til æfinga á gervigrasi? Má hafa gervigrasvelli opna til æfinga? Meira »
sun 22.mar 2020 17:13 Aðsendir pistlar
Harpa Þorsteinsdóttir - Þakklætiskveðja Ég var að þvælast erlendis þegar ég las á netmiðlum sl. föstudag að Harpa Þorsteinsdóttir hefði ákveðið að hætta knattspyrnuiðkunn og leggja skotskóna á margfræga hillu. Meira »
þri 17.mar 2020 11:30 Aðsendir pistlar
Hatrið mun sigra Hatrið á milli Millwall og West Ham United er eitt það langlífasta og bitrasta í enskri knattspyrnu. Bæði liðin, sem í upphafi hétu Millwall Athletic og Thames Ironworks, voru bæði staðsett í austurhluta London og aðeins örfáir kílómetrar voru á milli liðanna. Fyrsti leikurinn á milli þeirra fór fram í FA bikarkeppninni keppnistímabilið 1899-1900. Leikir liðanna á þessum tíma voru þekktir sem „Dockers derby“ þar sem stuðningsmenn beggja liða unnu á skipasmíðastöðvum sitthvoru megin við Thames ánna. Ekki nóg með það að stuðningsmenn beggja liða unnu fyrir sitthvora skipasmíðastöðina því báðar skipasmíðastöðvarnar voru einnig í harðri samkeppni við hvor aðra og mun það einnig hafa aukið á spennuna á milli liðanna. Meira »
fös 13.mar 2020 15:30 Hafliði Breiðfjörð
Úps... ég klúðraði þessu aftur! Í gær vann Liverpool 3 - 2 sigur á Manchester City, þetta var tíundi sigur liðsins í röð og þeir eru komnir með 5 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Aðeins fjórum sigurleikjum frá Englandsmeistaratitlinum. Meira »
fim 27.feb 2020 09:30 Aðsendir pistlar
Ertu að hætta? Ok, bæ! Það er 24. júní 2016 og ég blæs í flautuna í síðasta skiptið. Ég er staddur á Stokkseyrarvelli og var að enda við að flauta til leiksloka í leik Stokkseyrar gegn Afríku í neðstu deild karla. Ég var löngu búinn að ákveða það að enda minn feril á vellinum þar sem hann hófst – á Stokkseyrarvelli, en ég bjó í þessu fallega þorpi þar til ég var 15 ára gamall. Eftir leikinn stilltu leikmenn Stokkseyrar sér upp í heiðursvörð mér til heiðurs þar sem ég var svo síðan verðlaunaður af Stokkseyringum með fallegri styttu sem á stóð, „Þú ert sá Stokkseyringur sem náð hefur lengst á sviði knattspyrnunnar á Íslandi. Takk fyrir vel unnin störf og takk fyrir að halda uppi nafni Knattspyrnudeildar Stokkseyrar. Besti knattspyrnudómari landsins hefur blásið í síðasta sinn í dómaraflautuna.” Takk kærlega fyrir mig Stokkseyringar! Meira »
fös 14.feb 2020 10:30 Aðsendir pistlar
Heimir Guðjóns hefði farið að hlæja Ummæli Jon Moss knattspyrnudómara í efstu deild Englands hafa verið töluvert í umræðunni. Kannski ekki hér á klakanum en töluvert í landi konungsfjölskyldunnar. Hinn viðkvæmi leikmaður Bournemouth, Dan Gosling, var ekki sáttur með Moss sem dæmdi tapleik liðsins gegn Sheffield United á dögunum. Sakaði Gosling dómarann um að hafa sýnt sér mikla vanvirðingu þegar Moss sagði við hann, “Ég er ekki ástæðan fyrir því að þið eruð í fallsæti, þið eruð það!” Gosling fór mikinn í viðtali eftir leikinn þar sem hann sagði meðal annars: “„Mér fannst hann sýna mikla vanvirðingu með því sem hann sagði. Mér fannst hann vera til skammar. Dómarar töluðu um virðingu fyrir tímabilið en það var engin virðing hjá Jon Moss á sunnudaginn." Meira »
fim 23.jan 2020 13:44 Sigmundur Ó. Steinarsson
Gul viðvörun - Út í óvissuna? - í Laugardal! Þegar ég leit út um gluggann í morgun (23. janúar), hugsaði ég; Nú, Jæja – tveir mánuðir eru þar til að leika á stórleik á grasi á Laugardalsvellinum. Um vetur – 26 dögum fyrir Sumardaginn fyrsta. Meira »
mán 20.jan 2020 13:30 Sigmundur Ó. Steinarsson
8 landsliðsmenn sóttir í hús Unnar í Nýlendu á Akranesi Þegar Teitur Benediktsson (f. 14. nóvember 1904) frá Sandabæ og Unnur Sveinsdóttir í Nýlendu við Suðurgötu (f. 11. ágúst 1910) giftu sig á Akranesi sáu ekki margir fyrir sér að þau ættu eftir að móta eina mestu knattspyrnufjölskyldu á Íslandi. Þau eignuðust þrjú börn, Svein (f. 1. mars 1931), Ester (f. 26. september 1932) og Margréti (f. 31. ágúst 1937). Meira »
fös 10.jan 2020 15:30 Alexander Freyr Tamimi
Kjúklingasalat úr kjúklingaskít Ég er svo lánsamur að hafa fengið að kynnast starfsemi Fótbolta.net á bakvið tjöldin í þau ár sem ég skrifaði fyrir þennan frábæra vef. Ég held að allir sem þetta lesa geti verið sammála því að Fótbolti.net gegnir algeru lykilhlutverki í knattspyrnuumfjöllun á Íslandi – bæði þegar kemur að íslenska boltanum og þeim erlenda. Meira »
fim 09.jan 2020 13:00 Hafliði Breiðfjörð
Fimm svipuhögg ríkisins Það er hart sótt að íþróttaumfjöllun á Íslandi og margt sem bendir til þess að hún fari minnkandi á næstunni. Komandi fjölmiðlalög eru svo enn meiri ógn við umfjöllunina. Meira »
fim 19.des 2019 14:15 Aðsendir pistlar
Sköpunarsaga Köttaranna Knattspyrnufélagið Þróttur fagnaði á haustmánuðum 70 ára afmæli sínu og í tilefni þess gaf félagið út veglegt afmælisrit. Falast var eftir því að undirritaður skrifaði gein í blaðið um það hvernig Köttararnir, stuðningssveit Þróttar, urðu til. Greinin þótti ekki hæf til birtingar í afmælisritinu og birtist því hér í staðin á fótbolti.net. Kann höfundur netmiðlinum bestu þakkir fyrir birtinguna og um leið að varðveita söguna óritskoðaða. Meira »
fös 06.des 2019 15:00 Magnús Már Einarsson
Allt í steik hjá Deportivo La Coruna - Á leið í C-deild? Fyrir tuttugu árum síðan var Deportivo La Coruna í toppsætinu á Spáni og vorið 2000 varð liðið spænskur meistari í fyrsta og eina skipti í sögunni.

Næstu árin var Deportivo eitt sterkasta lið Spánar og vann meðal annars ótrúlega eftirminnilegan sigur á AC Milan í Meistaradeildinni árið 2004. Deportivo skellti þá AC Milan 4-0 á heimavelli eftir 4-1 tap á Ítalíu í fyrri leiknum. Meira »
mán 02.des 2019 10:30 Aðsendir pistlar
Meðvitað gáleysi knattspyrnumanna Af einhverjum ástæðum virðast flestir halda að knattspyrna sé laus við lyfjamisnotkunina sem plagar svo gott sem allar aðrar íþróttir. Sumir ganga meira að segja svo langt að halda því fram að knattspyrnumenn hagnist minna á lyfjamisnotkun en aðrir íþróttamenn, vegna þess að íþróttin snúist meira um tæknilega og taktíska færni en líkamlega eiginleika. Þessar staðhæfingar eru auðvitað bæði einfeldningslegar og kolrangar. EPO, HGH og testosterone bæta kannski ekki knattspyrnugetu leikmannanna, en þau auka úthald og styrk, koma í veg fyrir vöðvatap á langri leiktíð, stytta endurheimt og flýta endurhæfingu. Knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi, og það eina sem skilur á milli fátæktar og ríkidóms fyrir fjölmarga sem stunda sportið; hvatinn til að svindla er þar af leiðandi gríðarlegur. Eins og VAR atvik undanfarinna mánaða hafa undirstrikað er knattspyrna leikur sentímetra; og prómillur skilja oft á milli þeirra sem sigra og tapa. Það gefur auga leið að leikmenn sem þreytast sjaldnar en aðrir, missa aldrei úr leik og meiðast sjaldan eru gífurlega verðmætir, bæði íþróttalega og fjárhagslega (14% allra launagreiðslna í Ensku úrvalsdeildinni fara til meiddra leikmanna). Meira »
fim 28.nóv 2019 15:35 Magnús Már Einarsson
Af hverju fór allt í rugl hjá Östersund? Í vikunni bárust fréttir frá Svíþjóð þess efnis að Östersund hefði verið neitað um keppnisleyfi í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þar sem fjármál félagsins eru í ólestri. Tæplega tvö ár eru síðan Östersund fór alla leið í 32-liða úrslit í Evrópudeildinni þar sem liðið spilaði við Arsenal. Meira »
sun 17.nóv 2019 09:25 Elvar Geir Magnússon
Skyldusigur í fátækasta landi Evrópu Í kvöld lýkur keppni í H-riðli undankeppni EM. Ísland á lokaleik í Moldóvu, fátækasta landi Evrópu. Flestir í íslenska hópnum eru í Moldóvu í fyrsta sinn enda er þetta það land í álfunni sem fær fæsta ferðamenn í heimsókn.

Þegar rölt er um höfuðborgina er fátæktin augljós. Viðhald á mannvirkjum er lítið sem ekkert og betlarar algengir. Í vissum hverfum líður manni eins og maður hafi farið í gegnum tímavél.

Ólgan í stjórnmálunum er mikil en skipt var um forsætisráðherra deginum áður en íslenska landsliðið flaug hingað frá Istanbúl. Meira »
mán 11.nóv 2019 08:05 Elvar Geir Magnússon
Mun endurtekin uppskrift í Antalya búa til sömu niðurstöðu? Tyrkland og Ísland mætast á fimmtudaginn í undankeppni EM en leikurinn fer fram á heimavelli Galatasaray í Istanbúl.

Undirbúningur Íslands fer þó fram á öðrum stað hér í Tyrklandi, á Belek svæðinu í Antalya sem liggur við Miðjarðarhafið og er frægur sumarleyfisstaður. Hér skín sólin, hitinn er um 28 gráður.

Þá er hér frábær íþróttaaðstaða, hellingur af æfingavöllum og flottum hótelum, enda koma hingað mörg stór evrópsk félög á undirbúningstímabilinu og í vetrarhléum.

Þá er allt morandi í golfvöllum en um liðna helgi var keppt í Evrópumótaröðinni í golfi hér í Belek. Englendingurinn Tyrrell Hatton stóð uppi sem sigurvegari á lokadeginum í gær eftir bráðabana sem spilaður var í flóðlýsingu.

Íslenska liðið hefur góða reynslu af þessu svæði. Liðið gistir á sama hóteli og æfir á sama velli og það gerði í undirbúningi fyrir leikinn gegn Tyrkjum sem var í Eskisehir fyrir tveimur árum.

Þá vannst stórkostlegur 3-0 sigur þar sem Ísland steig stærsta skrefið í átt að lokakeppni HM í Rússlandi.

Erfitt er að vonast eftir sömu niðurstöðu en Ísland hefur haft góð tök á tyrkneska liðin í gegnum árin og sigur í Istanbúl gefur okkur veika von um að komast á EM í gegnum riðilinn. Flestir búast þó við að umspil á næsta ári verði raunin. Meira »
fös 18.okt 2019 20:30 Björn Már Ólafsson
Fótbolti og pólitík Þann 14. nóvember mætast Ísland og Tyrkland í mikilvægum leik í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu og fer leikurinn fram í Istanbúl. Talsverð óvissa ríkir fyrir leikinn þar sem niðurstöðu er að vænta úr rannsókn UEFA á hegðun tyrkneskra landsliðsmanna í síðustu tveimur leikum liðsins þar sem leikmenn hafa fagnað marki að hermannasið og þannig lýst yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir Tyrklands í Sýrlandi sem meðal annars beinast gegn Kúrdum. Meira »
þri 15.okt 2019 11:30 Elvar Geir Magnússon
Gleðst yfir því að hafa haft rangt fyrir mér Það var gaman að vera viðstaddur þá stund á Laugardalsvellinum í gær þegar Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með því að skora seinna mark Íslands í sigrinum gegn Andorra. Ég viðurkenni að ekki eru margir mánuðir síðan ég taldi nær útilokað að þessi stund myndi koma. Meira »