Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 22. apríl 2020 08:00
Aðsendir pistlar
Heimild: Klefinn 
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Vertu þinn eigin þjálfari: horfðu, og lærðu!
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar Halldórsson.
Viðar Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks, skrifaði í gær áhugaverða grein inn á Klefanum.

Greinin birtist eins og áður segir fyrst inn á Klefinn.is og hafði Fótbolti.net samband við höfund og bað um leyfi að fá að birta hana hér.

Grein Viðars:
Þegar Lars Lagerback þjálfaði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þá benti hann leikmönnum landsliðsins á að hver og einn leikmaður væri aðeins um eina mínútu með boltann í hverjum leik, og því skipti miklu máli hvað leikmennirnir gerðu á vellinum þegar þeir væru ekki með boltann, allar hinar 89 mínúturnar. Til þess að ná árangri í boltaíþróttum, eins og fótbolta, er því mikilvægt að þjálfa með sér góðan leikskilning, sem felst meðal annars í því skilja hvað maður á að gera á vellinum þegar maður er ekki með boltann.

Að skilja leikinn er mikilvægur eiginleiki í boltaíþróttum. Til dæmis, þá er; mikilvægt að skilja þau tækifæri sem myndast í leiknum, þær hættur sem ber að varast, nú eða hvar maður staðsetur sig á vellinum hverju sinni – útfrá því leikskipulagi sem liðið á að fara eftir, hvar boltinn er, hvar samherjar manns eru, hvar andstæðingarnir eru, hver staðan er í leiknum, og hvort það er lítið er mikið eftir af leiktímanum. En hvernig getur maður æft og þjálfað leikskilning? Jú, ein leið til þess er að horfa mikið á leiki í íþróttinni sinni.

En það er eitt að horfa á leikinn, og annað að sjá leikinn. Þegar þú horfir til dæmis á fótbolta, ekki horfa bara á boltann og bíða eftir að það komi mark. Til að æfa sig í að sjá og skilja fótbolta er mikilvægara að pæla í hvað leikmennirnir eru að gera þegar þeir eru ekki með boltann, frekar en að fylgja boltanum eftir. Til dæmis getur verið gagnlegt að reyna að einbeita sér að því að fylgjast sérstaklega með leikmanni sem spilar þína stöðu. Hvernig hreyfir leikmaðurinn sig? Hvernig staðsetur hann sig? Hvað gerir hann þegar þetta kemur upp?, eða hitt? Og þannig getur þú lært af uppáhalds leikmanninum þínum.

Það skiptir miklu máli hvað þú gerir þegar þú ert ekki með boltann. Áttu upptöku af leik sem þú spilaðir sjálf/ur í tölvunni þinnig? (eða þjálfarinn þinn?). Getur þú horft á leikinn og séð hvernig þú spilaðir leikinn? Hvernig voru staðsetningarnar þínar? Hvernig hjálpaðir þú liðsfélögum þínum? Hvernig nýttir þú tækifærin sem gáfust? En nýttir þau ekki? Hvað gast þú gert betur? Getur þú borið þinn leik saman við leikinn hjá leikmanninum í meistaraflokki sem spilar þína stöðu? Hvernig svo sem þú stóðst þig í leiknum þá er leikurinn mikilvægur til að læra af honum. Því við getum bæði lært af reynslunni og með því að fylgjast með fyrirmyndunum okkar. Sjón er sögu ríkari.
Athugasemdir
banner
banner
banner