Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
KDA KDA
 
fös 06.des 2019 15:00 Magnús Már Einarsson
Allt í steik hjá Deportivo La Coruna - Á leið í C-deild? Fyrir tuttugu árum síðan var Deportivo La Coruna í toppsætinu á Spáni og vorið 2000 varð liðið spænskur meistari í fyrsta og eina skipti í sögunni.

Næstu árin var Deportivo eitt sterkasta lið Spánar og vann meðal annars ótrúlega eftirminnilegan sigur á AC Milan í Meistaradeildinni árið 2004. Deportivo skellti þá AC Milan 4-0 á heimavelli eftir 4-1 tap á Ítalíu í fyrri leiknum. Meira »
mán 02.des 2019 10:30 Aðsendir pistlar
Meðvitað gáleysi knattspyrnumanna Af einhverjum ástæðum virðast flestir halda að knattspyrna sé laus við lyfjamisnotkunina sem plagar svo gott sem allar aðrar íþróttir. Sumir ganga meira að segja svo langt að halda því fram að knattspyrnumenn hagnist minna á lyfjamisnotkun en aðrir íþróttamenn, vegna þess að íþróttin snúist meira um tæknilega og taktíska færni en líkamlega eiginleika. Þessar staðhæfingar eru auðvitað bæði einfeldningslegar og kolrangar. EPO, HGH og testosterone bæta kannski ekki knattspyrnugetu leikmannanna, en þau auka úthald og styrk, koma í veg fyrir vöðvatap á langri leiktíð, stytta endurheimt og flýta endurhæfingu. Knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi, og það eina sem skilur á milli fátæktar og ríkidóms fyrir fjölmarga sem stunda sportið; hvatinn til að svindla er þar af leiðandi gríðarlegur. Eins og VAR atvik undanfarinna mánaða hafa undirstrikað er knattspyrna leikur sentímetra; og prómillur skilja oft á milli þeirra sem sigra og tapa. Það gefur auga leið að leikmenn sem þreytast sjaldnar en aðrir, missa aldrei úr leik og meiðast sjaldan eru gífurlega verðmætir, bæði íþróttalega og fjárhagslega (14% allra launagreiðslna í Ensku úrvalsdeildinni fara til meiddra leikmanna). Meira »
fim 28.nóv 2019 15:35 Magnús Már Einarsson
Af hverju fór allt í rugl hjá Östersund? Í vikunni bárust fréttir frá Svíþjóð þess efnis að Östersund hefði verið neitað um keppnisleyfi í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þar sem fjármál félagsins eru í ólestri. Tæplega tvö ár eru síðan Östersund fór alla leið í 32-liða úrslit í Evrópudeildinni þar sem liðið spilaði við Arsenal. Meira »
sun 17.nóv 2019 09:25 Elvar Geir Magnússon
Skyldusigur í fátækasta landi Evrópu Í kvöld lýkur keppni í H-riðli undankeppni EM. Ísland á lokaleik í Moldóvu, fátækasta landi Evrópu. Flestir í íslenska hópnum eru í Moldóvu í fyrsta sinn enda er þetta það land í álfunni sem fær fæsta ferðamenn í heimsókn.

Þegar rölt er um höfuðborgina er fátæktin augljós. Viðhald á mannvirkjum er lítið sem ekkert og betlarar algengir. Í vissum hverfum líður manni eins og maður hafi farið í gegnum tímavél.

Ólgan í stjórnmálunum er mikil en skipt var um forsætisráðherra deginum áður en íslenska landsliðið flaug hingað frá Istanbúl. Meira »
mán 11.nóv 2019 08:05 Elvar Geir Magnússon
Mun endurtekin uppskrift í Antalya búa til sömu niðurstöðu? Tyrkland og Ísland mætast á fimmtudaginn í undankeppni EM en leikurinn fer fram á heimavelli Galatasaray í Istanbúl.

Undirbúningur Íslands fer þó fram á öðrum stað hér í Tyrklandi, á Belek svæðinu í Antalya sem liggur við Miðjarðarhafið og er frægur sumarleyfisstaður. Hér skín sólin, hitinn er um 28 gráður.

Þá er hér frábær íþróttaaðstaða, hellingur af æfingavöllum og flottum hótelum, enda koma hingað mörg stór evrópsk félög á undirbúningstímabilinu og í vetrarhléum.

Þá er allt morandi í golfvöllum en um liðna helgi var keppt í Evrópumótaröðinni í golfi hér í Belek. Englendingurinn Tyrrell Hatton stóð uppi sem sigurvegari á lokadeginum í gær eftir bráðabana sem spilaður var í flóðlýsingu.

Íslenska liðið hefur góða reynslu af þessu svæði. Liðið gistir á sama hóteli og æfir á sama velli og það gerði í undirbúningi fyrir leikinn gegn Tyrkjum sem var í Eskisehir fyrir tveimur árum.

Þá vannst stórkostlegur 3-0 sigur þar sem Ísland steig stærsta skrefið í átt að lokakeppni HM í Rússlandi.

Erfitt er að vonast eftir sömu niðurstöðu en Ísland hefur haft góð tök á tyrkneska liðin í gegnum árin og sigur í Istanbúl gefur okkur veika von um að komast á EM í gegnum riðilinn. Flestir búast þó við að umspil á næsta ári verði raunin. Meira »
fös 18.okt 2019 20:30 Björn Már Ólafsson
Fótbolti og pólitík Þann 14. nóvember mætast Ísland og Tyrkland í mikilvægum leik í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu og fer leikurinn fram í Istanbúl. Talsverð óvissa ríkir fyrir leikinn þar sem niðurstöðu er að vænta úr rannsókn UEFA á hegðun tyrkneskra landsliðsmanna í síðustu tveimur leikum liðsins þar sem leikmenn hafa fagnað marki að hermannasið og þannig lýst yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir Tyrklands í Sýrlandi sem meðal annars beinast gegn Kúrdum. Meira »
þri 15.okt 2019 11:30 Elvar Geir Magnússon
Gleðst yfir því að hafa haft rangt fyrir mér Það var gaman að vera viðstaddur þá stund á Laugardalsvellinum í gær þegar Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með því að skora seinna mark Íslands í sigrinum gegn Andorra. Ég viðurkenni að ekki eru margir mánuðir síðan ég taldi nær útilokað að þessi stund myndi koma. Meira »
mið 09.okt 2019 08:00 Tryggvi Þór Kristjánsson
Hreðjar, Eðvarð Elsku Ed,
Ég held að þú sért vænsti piltur. Ég held líka að þú sért fagmaður á þínu sviði; fjárhagslega hliðin hjá Manchester United ber þess augljós merki. Það væri ósanngjarnt að meta heildar frammistöðu þína í starfi eftir stöðu liðsins okkar í deildinni í dag, enda er það ekki endilega það sem þínir yfirmenn horfa á. Ég gef mér það að þú sért ekki yfir það hafin að lesa blöð, samfélagsmiðla og allt skvaldrið sem núna flæðir um allt og finnir þessvegna pressuna sem nú er á þér og örugglega öllum starfsmönnum klúbbsins. Menn horfa til þín; sumir til að kenna þér um allt vesenið og sumir vegna þess að þú hefur vald til að kenna stjóranum um og segja upp samningi hans. En, ég er hér til að segja þér að það eru ekki allir stuðningsmenn United sem hugsa svona. Ég er hér til að biðja þig um að anda með nefinu. Nú er ekki tíminn til að láta undan pressunni og toga í gikkinn, sem ég þykist vita að vísifingurinn dregst nú hægt og rólega að. Elsku Ed, ekki fara á taugum. Meira »
mán 07.okt 2019 08:00 Elvar Geir Magnússon
Djúp fótboltalægð yfir Eystrasaltinu Það er fótboltakrísa hjá Eystrasaltslöndunum. Eistland og Lettland eru bæði stigalaus á botni sinna riðla í undankeppni EM karla. Litháen er einnig á botninum í sínum riðli, með aðeins eitt stig.

Vinsælasta íþróttagrein heims er ekki að ná sömu vinsældum í Eystrasaltinu og hún hefur víðast annarstaðar.

Á ferðum mínum um Eistland hefur reynst erfitt að finna staði sem sýna fótboltann í beinni. Sportbarirnir eru gjarnari á að sýna skíðaíþróttir og körfubolta.

Fótbolti er heldur ekki meðal efstu íþróttagreina á blaðinu yfir þær vinsælustu í Lettlandi. Í Litháen er talsverður fótboltaáhugi en hann snýr aðallega að áhorfi á erlendar fótboltadeildir.

Mætingin á deildakeppnirnar í löndunum er ekki ýkja merkileg og þar hefur spilling og hagræðing úrslita, sem hefur verið vandamál í þessum löndum, allt annað en hjálpað. Svartur blettur á íþróttinni og fótboltaáhugamenn hafa lítinn áhuga á að mæta á leiki þar sem úrslitin eru ákveðin fyrirfram.

Félagsliðin ná ekki að gera sig gildandi í alþjóðlegum mótum og dapur árangur landsliðanna stuðlar alls ekki að því að kveikja áhuga. Meira »
sun 06.okt 2019 21:00 Elvar Geir Magnússon
Landsleikur við vettvang voðaverka Íslenska kvennalandsliðið er vant því að koma til ýmissa borga og bæja í Evrópu sem seint geta talist til þekktustu staða álfunnar. Þó kvennafótbolti sé grein sem fer ört vaxandi er staðan þannig hjá mörgum löndum að kvennalandsliðið spilar sjaldan í stærstu borgunum og á bestu leikvöngunum.

Stelpurnar okkar leika útileik gegn Lettlandi í undankeppni EM á þriðjudaginn en leikurinn fer fram í borg sem ber nafnið Liepaja. Þetta er þó alls ekkert krummaskuð, hér búa 70 þúsund manns og er þetta þriðja stærsta borg landsins. Meira »
mán 30.sep 2019 09:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
Martin er sjötti kóngurinn í Eyjum Vestmannaeyingar hafa níu sinnum hampað nafnbótinni Markakóngur Íslands frá deildaskiptingu 1955 og hafa sex leikmenn borið kórónuna. Tómas Pálsson varð fyrstur til að vera krýndur markakóngur; er hann skoraði 15 mörk 1972 og tók við Ragnarsbikarnum á Melavellinum.

Sigurlás Þorleifsson bar kórónuna 1981 og 1982, Tryggvi Guðmundsson 1997, er hann skoraði 19 mörk. Steingrímur Jóhannesson 1998 og 1999, Gunnar Heiðar Þorvaldsson 2003 og 2004 og nú Gary John Martin, sem skoraði 14 mörk. Hann hafði áður orðið markakóngur með KR 2013 og 2014. Meira »
fim 26.sep 2019 13:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
Verður „Prinsinn“ krýndur KÓNGUR? Það verða nokkrir vaskir sveinar sem mæta til leiks í síðustu umferð Pepsídeildar karla, til að berjast um Markakóngsnafnbótina 2019. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um, að það er mikill hugur í þeim og spurningin er; Hvernig tekst þeim upp? Hver mætir í best pússuðu skónum, þannig að töframátturinn rjúki úr þeim við snertingu við knöttinn? Meira »
lau 21.sep 2019 10:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
Gary John Martin markakóngur í þriðja skipti? GARY John Martin átti góða endurkomu í Pepsí-deildinni, þegar hann hóf að leika með Eyjaliðinu eftir að vera settur út í kuldann hjá Valsmönnum að Hlíðarenda eftir aðeins þrjá leiki. Gary, sem er mikill baráttumaður, féll ekki af baki, heldur tvíefldist við mótlætið – hélt til Eyja með skotskó sína og er nú í baráttu um markakóngstitilinn, sem hann hefur hlotið tvisvar; 2013 og 2014 sem leikmaður með KR. Ég tel það næsta víst að Martin væri búinn að skora meira en 11 mörk, ef hann hefði verið nýttur hjá Val og staða Vals væri betri á stigatöflunni en hún er; áttunda sætið. Martin skoraði tvö mörk fyrir Val í þremur leikjum, síðan lék hann ekki sjö leiki í deildinni og var í „fríi“ í mánuð; frá 11. maí til 6. júní. Hann hefur skorað 9 mörk í tíu leikjum fyrir ÍBV. Meira »
fös 20.sep 2019 16:15 Sigmundur Ó. Steinarsson
49 ár síðan mótherjar settu þrennur! ÞEGAR FH lagði ÍBV að velli í Kaplakrika í Pepsí-deildinni 18. september, 6:4, skoruðu mótherjar þrennu í sama leiknum í fjórða skipti í efstu deild á Íslandi, frá deildaskiptingunni 1955. Gary John Martin skoraði þrjú mörk fyrir ÍBV og Morten Beck Andersen þrjú mörk fyrir FH. Hann setti þrennu í öðrum leiknum í röð og lék eftir 22 ára gamalt afrek Andra Sigþórssonar, KR. Meira »
þri 17.sep 2019 08:00 Heiðar Birnir Torleifsson
Háum hatti fylgir ekki alltaf hátt enni Mikilvægi þess að vera með rannsóknir til að styðja við bakið á æfinga og hugmyndafræði í þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu er að flestra mati gríðarlegt. Meira »
fim 05.sep 2019 08:00 Heiðar Birnir Torleifsson
Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu Við þjálfum barna og unglinga í knattspyrnu er mikilvægt að leiðarstef þjálfunarinnar sé tæknileg færni iðkenda. Meira »
sun 18.ágú 2019 22:08 Garðar Örn Hinriksson
VAR-astu að fagna of snemma Það er komið fram á síðustu mínútu uppbótartíma. Staðan er jöfn. Heimaliðið á hornspyrnu. Það er núna eða aldrei að skora sigurmarkið. Hár bolti kemur fyrir. Það er barátta um boltann í vítateignum. Boltinn berst á endanum til eins liðsmanns heimaliðsins sem nær góðu skoti og boltinn hafnar í netinu. Meira »
fös 12.júl 2019 08:00 Ingibjörg Hinriksdóttir
Baráttan endalausa Að loknu Heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu er bandaríski leikmaðurinn Megan Rapinoe orðin heimilisvinur á mörgum íslenskum heimilum. Það verður mjög spennandi að sjá hversu margar ungar og upprennandi knattspyrnustúlkur munu skarta fjólubláu hári á Símamótinu um helgina.

Heimsmeistaramótið framleiddi fjöldann allan af stórkostlegum fyrirmyndum auk Rapinoe og má þar nefna hollenska markvörðinn Sari van Veenendaal, Englendinginn LucyBronze og hina mögnuðu Mörtu frá Brasilíu. Meira »
fim 11.júl 2019 17:00 Sigurður Helgason
KR - Liverpool 1964 Upphaf íslenskrar knattspyrnu má rekja til aldamótanna 1900. Elsta félagið var stofnað í febrúar 1899 og fyrsta Íslandsmótið fór fram 1912. Meira »
þri 09.júl 2019 08:00 Ingibjörg Hinriksdóttir
Einu sinni VAR Það er varla annað hægt en að byrja á því að byrja forláts á því að stinga niður penna eftir að hafa haft mig hæga í allmörg ár. En það lifir lengi í gömlum glæðum og nú þegar Heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu er ný lokið er ekki annað hægt en ydda blýantinn og pára þættinum bréf. Meira »