Úlfur Karlsson skrifar
Nú voru fimm leikir búnir af leiktíðinni og 4 sigrar í hús og eitt tap gegn Southampton markatalan var 9:2, og margir töldu þetta lið með allt til alls til að vinna deildina. Nú skildi það loksins takast, að vinna þann stóra. Þeirra plan hélt, þeir spilðu sóknarbolta, og þeirra leikur snérist um að spila sóknarbolta og skora fleiri mörk enn andstæðingurinn. Kevin Keegan og Terry McDermott voru sjaldan niðri á æfingasvæðinu, heldur settust þeir niður með sitt hvoran hamborgaran sem þeir keyptu í sjoppunni við æfingasvæðið og horfðu á og viðruðu báðir sínar hugmyndir.
Flestir varnarmennirnir í liðinu voru frekar sóknarsinnar
varnarmenn fyrir utan Darren Peacock, Philpe Albert spilaði sem tía. Darren Peacock var gamaldags varnarmaður og átti erfitt með að venjast svona sóknarsinnuðum fótbolta, þar sem sóknarboltinn fékk að ráða á kostnað varnar, nokkrum sinnum spurði Darren Peacock ”Getum við ekki æft smá vörn líka?”, og eitt sinn gerðu þeir það svo vitað sé, og það olli því að þeir töpuðu fyrir Southampton, og eftir það var það ekki gert aftur, leikurinn gegn Southampton var fyrsti leikurinn sem þeir skoruðu ekki mark í og þá þótti mönnum sem allt hefði verið eyðilagt, og fóru aftur í að æfa bara sóknarsinnaðan fótbolta.
Þeir unnu 9 af fyrstu 10 leikjunum og voru með örugga fjögura stiga forystu og markatalan var 26:7. Í stuttu máli var haustið ein stór veisla, og þeir sem héldu með öðrum liðum heilluðust flestir af þessu sóknarsinnaða liði. Nú fylgdu glæsilegir sigrar á Wimbledon 6-1 á heimavelli, þar sem Vinnie harðjaxl Jones var pýndur til að vera í marki. Þegar markvörður Wimbledon var rekinn af velli. Þetta var sannkölluð sigurrúta, og allir vildu vera á Newcastle vagninum. Það sem var merkilegt við þetta lið var að þeir tóku rútu allt sem þeir fóru, fyrir utan þegar þeir flugu suður til Southampton og Norwich.
Svo það voru margar langar rútuferðir sem oft gátu tekið 5-6 klukkutíma. Stundum var stoppa’ í sjoppu á leiðinni. Þegar þeir keyrðu framhjá Leeds og komu í lítin bæ sem heitir Weatherby, stoppuðu þeir alltaf og allir keyptu sér Fish and Chips, þetta var sannkallað bræðralag, og þeir unnu hvern leikinn á fætur öðrum spiliuðu skemmtilegasta fótboltan, og stunduðu skemmtannalífið eins og enginn væri morgundagurinn. Þeir unnu Liverpool og Arsenal og voru lang efstir í deildinni. Að vísu töpuðu þeir einum leik á nýárs dag gegn Manchester United 2-0, enn þrátt fyrir það leit allt vel út á áramótum, og þeir voru með örugga sjö stiga forystu. Og að sjálfsögðu var haldið eftirminnilegt jóla partý. Lee Clarke og Steve Watson komu í búningum Flinstones fjölskyldunnar, Les Ferdinand kom í búningi Drakúla, enn það var ekki nóg að fara bara í búninga, drekka nokkra bjóra og fara svo heim. Heldur fóru þeir í búningana, drukku helling af bjórum og fóru svo út á göturnar í miðborg Newcastle, og fóru að leika sér í fótbolta, svo fólk sem átt leið hjá, á djamminu í Newcastle gat séð fótbolta menn liðsins í grímubúningum að leika sér í fótbolta á torginu. Þetta er svona álíka eins og ef fólk í Liverpool væri á djamminu og gæti séð Van Dijk og Henderson, að leika sér í fótbolta á Lime street station, í góðum gír með nokkra bjóra á kantinum.
Shaka Hislop var þá manna mest áberandi með sitt stóra afró hár og hoppaði í alla skallabolta og stundum fóru menn jafnvel í grjótharðar tæklingar á steyptu torginu. Í dag væri þetta sennilega aldrei leyft ekki einu sinni á Íslandi, það er í raun ótrúlegt að árangur liðsins hafi verið þetta góður sem hann var, sé tekið mið af öllu djamminu á leikmönnum liðsins þennan vetur. Þetta var gömul ensk hefð, og tíðakaðist í fleiri liðum, leikmenn fóru á djammið þrisvar í viku flestir, oftast var það á miðvikudögum og laugardögum, og var þá farið á stað sem heitir The Key Side, sem er á fallegum stað við ána Tyne og ekki langt frá Brúinni sem er eitt af táknum Newcastle borgar. Á sunnudögum og mánudögum fóru þeir á bigg market að skemmta sér. Fór aðeins eftir hvenær þeir voru að spila, oft byrjuðu þeir að skemmta sér á stað sem heitir Uno, og oftast enuðu þeir á klassíska nætuklúbbnum Julies þar sem þeir skemmtu sér oft langt fram undir morgun.
Newcastle hélt áfram að vinna og voru þegar mest var komnir með 12 stiga forystu, og þá voru gerð tvö kaup, sem áttu að styrkja vörn og auka breidd, David Batty, og svo Kólumbíumaðurinn litríki Faustino Asprilla sem átti að tryggja þeim röndóttu enn fleirri mörk. Enn það sem gerðist við komu Asprilla var að enn meira var gefið í að skemmta sér, Kólumbíumanninum knáa fannst fátt skemmtilegra enn að dansa og skemmta sér. Hann lenti á flugvellinum í Middlesbourgh í sjóstormi á köldum vetrardegi í febrúar. Og í hverju var hann klæddur, í risastórum Pimpara Pels, sem hann hafði tekið með sér frá Kólumbíu til að þola kuldan í norður Englandi. Eftir að hafa staðist læknisskoðun, dreif hann sig beint aftur á flugvöllinn í Middlesborough og flaug aftur heim, þá spurðu margir sig, munum við sjá þennan gæja aftur? Ó já, því stuttu síðar var hann mættur aftur, og lennti í Middlesborough aftur, sem var mjög hentugt, því þá gat hann tekið þátt í nágrannaslag Newcastle og Middlesborough sem fór einmitt fram í Middlesborough. Keegan fannst óskynsamlegt að láta hann spila fyrst hann var nýlentur enn fannst ágætis hugmynd að láta hann horfa á þennan nágrannaslag. Og var hann settur á bekkinn, Asprilla bjóst ekki við að spila, og ákvað því að fá sér að borða, drakka nokkur vínglös, enn ótrúlegt nokk, ákvað Keegan að nota hann, og hann kom inná og tryggði Newcastle sigur í leiknum.
Sjálfur hefur Asprilla sagt sjálfur að hann hafi blandað víninu við vatn svo það hafi ekki verið svo sterkt. Raunar kom hann inn á þegar tuttugu og fimm mínútur voru eftir af leiknum og Newcastle voru 1-0 undir og hann skoraði tvö mörk. Hann var magnaður í þessum leik, og hafði einhverja galdra sem erfitt var að reikna út, og liðið var lang efst með örugga forystu á toppnum, svo margir í Newcastle voru farnir að hugsa ”Vá nú er komið að okkur”. Margir litu á Asprilla sem “þeirra Cantona” leikmannin sem gæti hjálpað þeim að taka þetta erfiða síðasta skref í áttina að titlinum. Svipað og Cantona gerði fyrir Manchester United veturinn 1992/93. Enn svo reyndist þó vera töluverður munur á þeim Cantona og Asprilla, þó þeir hafi báðir vissulega haft hæfileika, var Cantona einfaldlega meira professional í sinni nálgun á fótbolta. Og raunar er það kanski oft vanmetið hversu mikil hugarfars áhrif Cantona hafði á ungan Beckham og Neville bræður, í því hvernig maður æfði og hugsaði um sig sem atvinnumaður í fótbolta. Það var ansi langt frá nálgun Kolumbíumannsins hressa. Asprilla mætti ekki einu sinni á fimmtudagsæfingarnar, því hann hafði verið að leika sér með eithvað skotvopn í nýárshátíð, og hafði verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir það, síðustu árin í Parma, þurfti hann reglulega að fara til Mílanó þar sem kólumbíski ræðismaðurinn hafði skrifstofu, og skrifa undir skjöl einu sinni í viku, sem létu vita hvar hann var staddur. Og það sama gilti þegar hann spilaði með Newcastle, á hverjum fimmtudegi þurfti hann hann að skreppa suður til London, til að skrá sig hjá kólumbíska ræðismanninum, þar sem hann lét vita hvar hann væri, og að refsingin héldi áfram.
Þó sumum finnst kannski talað full mikið um skemmtannalífið í þessari grein, verður að hafa það með ef talað er um 95/96 Eintertainers liðið. Því skemmtannalífið var stór hluti af menningunni í búningsklefanum og hér fylgir því enn ein partý sagan af þessu liði. Í þetta sinn með Asprilla, Lee Clarke og Steve Watson ofl ákváðu einu sinni sem oftar að kíkja niður í bæ og ákváðu að taka með sér Kolumbíumannin hressa. Þeir bönkuðu á dyrnar á húsinu hjá Asprilla, og opnuðu hurðina, kölluðu á hann enn ekkert svar kom, svo þeir fóru inn og sáu engan. Asprilla var hvergi sjáanlegur, enn þeir sáu hinsvegar gamla Asrpilla, pabba Faustino, sem sat í stofunni og spilaði á bongó trommur, þeir reyndu að tala við hann og spyrja um soninn enn hann talaði enga ensku, og spilaði bara áfram á bongó trommurnar. Að lokum fundur þeir Faustino í rúminu, enginn húsgögn voru í herberginu, enn fullt af bjór, og það fyrsta sem Asprilla sagði var að benda á bjórdósirnar og sagði “Take Beer”.
Tungumálið var alltaf vesen í kringum Faustino Asprilla, því hann kunni litla sem enga ensku, og var alltaf með túlk, sem fór með honum hvert sem hann fór sem hét Nick. Nick þessi sem var túlkur Asprilla hafði hærri tekjur enn Robbie Elliot og fleiri leikmenn, enn Nick til varnar var þetta líka hörku vinna, t.d þurfit hann að þýða í smáatriðum taktískar hugmyndir Kevin Keegan í smáatriðum yfir á spænsku. Asprilla fót oft á djammið í Newcastle í pelsinum sínum með rommflösku vasanum. Eitt sinn voru þeir sponsoraðir af bílafyrirtæki og að sjálfsögðu fékk Robbie Elliot engan bíl enn Aspilla fékk flottasta bílinn. Þegar þeir voru að prufa bílana og það var komið að Asprilla, heyrðist mikið hljóð, 10 sekúndum síðar kom Asrpilla haltrandi, og sagði “I think i need a new car” . Þessa sögu hefur Lee Clarke sagt við góð tækifæri.
Keegan var ágætur í spænsku, enda hafði hann búið í nokkur ár á Spáni með fjölskyldunni áður enn hann tók við Newcastle, og eftir einn bikarleik, þar sem hann var mjög ósáttur við Asprilla, öskraði hann á kólumbíumannin á spænsku, eithvað sem hinir leikmennirnir skildu flestir ekki. Enn það sem kom þeim á óvart var að Aprilla brosti og virtist glaður, og fór hann í bað og söng eithvað á spænsku, og fóru leikmennirnir þá að spyrja”Hvað gerðist?”Þá hafði Keegan sagt,” ef þú tekur þig ekki saman innan fimm mínútnua, tek ég þig af velli!”. Þá var það svo að Asprilla var svo glaður með að sleppa við að spila bikarleik, og gat slakað á í baðinu frekar. Þetta var upphafið að endinum, og eftir þetta fór að ganga verr hjá liðinu, af hverju þeir misstu flugið, er nokkuð sem margir sérfræðingar hafa velt sér uppúr, og um það eru ótal ólíkar kenningar, enn það sem er oftast nefnt er að með því að kaupa Asprilla, sem átti að balansera liðið, og auka breiddina, ruglaði hann í rútíneruðu byrjunarliði sem hafði gengið vel fram að því. Sem olli því að Peter Beardsley flutti sig á hægri kantinn, sem varð þess valdandi að Keith Gilespie datt út úr byrjunarliðinu, sem olli því að þetta hættulega kantspil bæði frá hægri og vinstri væng, sem hafði einkennt Newcastle, sem hafði einkennt þeirra sóknarsinnaða leik datt niður, Beardsley var ekki beint kantmaður að upplagi, og hentaði illa í þessu kerfi. Og þá settu andstæðingarnir meiri pressu á Ginola, sóknir Newcastle fóru nú nánast eingöngu fram í gegnum vinstri kantinn, og við því voru andstæðingarnir tilbúnir. Í næstu tvem leikjum náðu þeir bara í eitt stig gegn Manchester City og West Ham. Næsti leikur var mikilvægasti leikur tímabilsins, toppslagur Manchester United gegn Newcastle, með sigri gat Manchester United komið sér á fullt í toppbaráttuna, og hófst þá ekki bara toppbarátta Newcastle og Manchester United, heldur einnig barátta, Kevin Keegan og Sir Alex Ferguson.
Í janúar hafði Newcastle haft tólf stiga forskot á Manchester United, nú var það komið niður í fjögur stig, sem er ágætt forskot út af fyrir sig, Eenn með tapi í þessum mikilvæga leik myndi forskotið fara niður í eitt stig, enn með sigri færi forskotið upp í sjö stig, og það myndi fara langt með að tryggja þeim titilinn. Þegar bara tveir mánuðir voru efrir af leiktíðinni. Sjálfir hafa sumir leikmenn sem spiluðu með Manchester United á þessum tíma viðurkennt, að ef þeir hefðu tapað þessum leik hefðu þeir ekki átt nokkurn möguleika á að vinna deildina. Fyrirliði Manchester United í þessum leik var uppalinn í Newcastle, og hét Steve Bruce. Hann hefur sagt að hann hafi ekki nokkurntímann á sínum langa ferli upplifað álíka stemmingu og var á St Jamses Park þetta kvöld, Í fyrri hálfleik var Newcastle miklu betra og fengu fullt af færum, enn Peter Schmeichel náði alltaf að verja meistaralega, og hélt sínum mönnum inníi leiknum.Þessi fyrri hálfleikur Peter Schmeichel er enn álitinn einn besti fyrri hálfleikur nokkurs markvarðar í sögu Premier League. Eftir leik voru höfð eftir ummæli John Beresford leikmanns Newcastle, þá sagði hann að það væri eitt í leiknum sem hann sæi eftir, það var þegar hann slapp aleinn í gegnum vörn Manchester United, enn hitti boltann mjög illa, og boltinn rann áfram og Peter Schmeichel náði að hlaupa út og grípa boltann. David Batty á þá að hafa labbað í átt til John Beresford og sagt ”Þú fékkst til að hlaupa út með fótinn beint í Peter Schmeichel, af hverju gerðir þú það ekki ?”. Og þá hugsaði John Beresford að Batty hefði haft rétt fyrir sér, ef hann hefði meitt Peter Schmeichel, færu þeir báðir meiddir af velli og þá væri frekar hægt að skora á þá. Þá hefði Newcastle kanmski unnið þennan mikilvæga leik og þar með deildina. Því má ekki gleyma að í þessu Manchester United liði voru gríðarlega sterkir karakterar, sóknarlína Newcastle var sennilega betri, enn Manchester United hafði meiri andlegan styrk, og meða besta markvörð heims á þessum tíma Peter Schmeichel í markinu, Steve Bruce og Gary Palister sem voru báðir mjög góðir leikmenn á þessum tíma. Roy Kean sem hafði gríðarlegt skap og var óhræddur að fara í tæklingarnar, í seinni hálfleik átti hann stórleik í þessum leik. Svo má ekki gleyma Eric Cantona, sem var ekki bara með hæfileika, heldur með töluverða reynslu, og tækni og andlegan styrk, sem enginn gat kept við. Og Eric Cantona skoraði í mikilvægustu leikjunum og það gerði hann í þessum leik þegar hann skoraði mark og var staðan 1-0 fyrir Manchester United sem allt í einu var komið í bullandi toppbaráttu.
Enn fyrir Newcastle United var þetta stórt klúður, og þetta mark mjög svekkjandi að sjá boltann rúlla í netið. Margir sem muna eftir þessu liði Newcastle United muna eftir 5-0 sigri þeirra á Manchester United, það var í október á næsta tímabili. Kevin Keegan hefur stundum sagt að visssulega hafi verið gaman að sigra Manchester United 5-0, enn þeirra besti leikur hafi hinsvegar verið þegar þeir töpuðu 1-0 í þessum leik, Newcastle United var frábært í þessum leik, lið sem hefði sennilega unnið flest lið, enn Manchester United var ennþá betra. Það var stutt stórra högga á milli því á eftir fylgdi frægur 3-4 tapleikur gegn Liverpool sem í dag er enn talinn vera einn af bestu leikjum sögunnar, slík gæði hafi ekki sést eins og þessi tvö lið sýndu í þessum leik, hvorki fyrr né síðar. Þessi frægi markaleikur var kosinn besti leikur sögunnar í kosningu 20 árum síðar. Enn svo er smekkur manna misjafn og skoðanir sem allar eiga rétt á sér, og margir sem benda á aðra leiki, enn þennan leik ætla ég að tala um, einn frægustu leikjum, og leikur sem hafði mikið skemmtanagildi. Tvö lið sem voru bæði sóknar þennkjandi, í liði Liverpool á þessum árum voru leikmenn eins og Steve McManaman og Robbie Fowler sem voru góðir í að spila sóknarbolta. Asprilla var fjarverandi í landsliðsverkefni með Kólumbíu sem átti leik gegn Bólivíu og kom níu klukkutímum of seint til að hitta hópinn. Hann hafði þá komið við á hestasýningu sem tafði hann töluvert.
Robbie Fowler með nef plásturinn sinn gerði fyrsta mark leiksins og kom Liverpool í 1-0. 10 mínútum síðar átti Davdid Ginola góða sendingu á Asprilla sem komst framhjá Neil Ruddock varnarmanni Liverpool og gaf á Ferdinand sem jafnaði metinn 1-1, í næsta marki átti Les Ferdinand fullkomna sendingu á David Ginola sem kom Newcastle í 2-1 forystu, bæði lið lögðu alla áherslu á sóknarbolta, í byrjun síðari hálfleiks átti Steve McManaman frábæra sendingu á Robbie Fowler sem jafnaði metinn 2-2, Newcastle skoraði svo aftur og náði 3-2 forystu með gullfallegu marki, Asprilla komst nálægt vítateig, og David James fór úr marki til að mæta honum, og Asprilla sneyddi boltan gullfallega framhjá honum og setti boltann í netið, á bakvið netið fögnuðu harðkjarna stuðningsmenn Newcastle, the Toon Army. Þá var bara hálftími eftir af leiknum, og McDermott og Keegan hugsuðu, ef við höldum þetta út, vinnum við deildina. Enn Liverpool á Anfield, er engu líkt, og svo verður að segja að markvarslan var akkílesar hæll Newcastle og það sem ég persónulega tel að sé eitt af þeim atriðum sem hafi kostað þá að vinna titilinn þetta árið. Pavel Srnicek var mistækur í markinu, og Stan Collymore skoraði einfalt jöfnunarmark og var staðan þá orðin 3-3, síðan tók við kafli þar sem bæði lið sóttu stíft og gátu bæði lið unnið leikinn, Stan Collymore tryggði svo Liverpool 4-3 sigur, og þá saug Kevin Keegan niður, og trúði ekki sínum eigin augum,og var brjálaður.
Keegan var brjálaður út í Pavel Srnicek eftir leik, og fannst að hann hefði átt að verja eitthvað af þessum boltum. Þetta var eini ágreingingurinn sem Keegan átti við eigin leikmann og Pavel Srnicek fann það mjög sterkt að Keegan treysti honum ekki, og sagði hann oft “Af hverju getur þú ekki varið eins og Peter Schmeichel, af hverju getur hann varið þessa bolta enn ekki þú!?Af hverju getur þú ekki tryggt okkur sigur einu sinni?” Sem var kannski ekki sálfræðilega klókt, Pavel Srnicek missti allt sjálfstraust og gat ekkert restina af tímabilinu, svo var þetta kannski eithvað menningartengt, Keegan hafði alist upp í Doncaster og Liverpool þar sem menning er svipuð og í Newcastle og þar mátti maður segja hlutina eins og þeir voru, enn þessi aðferð hans fór illa erlenda leikmenn, og hafði oft öfug áhirf á þá sem ekki voru frá Newcastle, Liverpool eða Doncaster.
Þó var kannski einhver sannleikur í því Pavel Srnicek var vissulega mjög langt frá því að vera jafn góður og Peter Schmeichel, og ef Schmeichel hefði verið í marki Newcastle held ég að þeir hefðu unnið deildina nokkuð örugglega. Manchester United fóru líka að sína sín gæði og sinn andlega styrk, og Alex Ferguson gerði nokkuð sem var mjög sniðugt, hann komst inní hausinn á Kevin Keegan, með því að segja í viðtali að andstæðingar Newcastle reyndu að tapa fyrir þeim til að tryggja þeim titilinn, þetta meinti hann ekki, enn hann var mjög klár að segja þetta, því þarna misti Keegan stjórn á sér í frægu viðtali, og þar með hafði Ferguson unnið sálfræði stríðið og þetta var það sem gerði Sir Alex Ferguson einstakan og sigursælan þjálfara, hann var klókur.
Eftir þetta kom tap gegn Arsenal 23. mars sem setti Manchester United í bílstjóra sætið. Manchester United vann mikilvæga sigra á Arsenal og Leeds í jöfnum leikjum, þar sem Cantona skoraði mikilvæg mörk. Í næsta leik unnu þeir Tottenham 1-0 þar sem Cantona skoraði enn og aftur og aftur hélt Schmeichel markinu hreinu. Og aftur vann Manchester United í jöfnum leik þegar þeir unnu nágranna sína í City 3-2 og Cantona skoraði sigurmarkið aftur.
Þetta allt sýnir hversu mikilvægir Cantona og Peter Schmeichel voru. Enn þrátt fyrir allt átti Newcastle United enn góða möguleika á að tryggja sér titilinn. Og næsti leikur Newcastle United var gegn Blackburn Rovers sem voru með Alan Shearer í sínu liði og var þá eitt af bestu liðum deidarinnar. Því má ekki gleyma að Blackburn Rovers voru enn ríkjandi meistarar, enn Newcastle United stefndi ennþá titilinn, og stuðningsmenn fóru í stórum hópum með svart/hvíta fána niður til Blackburn, þar sem Newcastle stuðningsmenn voru mun fjölmennari enn heimamenn, og það leit vel út þegar David Batty skoraði gegn sínum gömlu félögum, Blackburn gerði þá skiptingu sem átti eftir að breyta leiknum. Og það var strákur sem var alinn upp í whitley bay nálægt Newcastle og alinn upp í Walls end Boys club, og studdi raunar ennþá Newcastle þó hann spilaði með Blackburn, og það var ekki Alan Sherarer. Hann hét og heitir enn Graham Fenton, og var óvænt settur inná, Alan Shearer átti skot á markið sem Graham Fenton náði boltanum og skoraði gegn Newcastle.
Newcastle sótti stíft síðustu mínútur leiksins og Keith Gillespie var nálægt því að skora einu sinni sem Tim Flower varði. Blackburn lá til baka enn þeir fóru í skyndisóknir og eftir klaufaleg varnarmistök Newcastle skoraði Graham Fenton aftur og gerði út um leikinn og sökti titlvonum Newcastle United endanlega sem voru núna níu stigum fyrir neðan Manchester United. Eftir leik í búningsklefa Blackburn, fór Alan Shearer brjálaður til Graham Fenton enda voru þeir báðir frá Newcastle og vissi hvað þetta þýddi, Alan sagði reiður ”Veistu hvað þú hefur gert?” með smá gríni kanski enn smá alvöru á bakvið. Graham Fenton lenti mjög illa í því, hann fékk morðhótanir og líka foreldrar hans sem enn bjuggu í Norðrinu. Þegar hann var í fríi var hann vanur að fara norður enn sumarið eftir þetta tímabil var hann bara tvo daga fyrir norðan og fór svo heim, honum fannst hann ekki vera öruggur. Meira að segja fólk sem hét Fenton lenti í árásum á götum Newcastle þetta árið. Hann var settur á sama stall með Margareth Tatcher sem lokaði verksmiðjunum í Newcastle.
Manchester United voru sannarlega verðugir meistarar og þeir voru með besta marvörð deildarinn og Sir Alex Ferguson vann sálfræðistríðið við Kevin Keegan. Enn þrátt fyrir allt þetta var þetta árið sem Newcastle átti að vinna deildina, og á þessu liði hefði átt að vera hægt að byggja upp sigurlið, enn röð vitlausra mistaka hafa gert það að verkum að Newcastle hefur fest sig í sessi sem miðlungslið og liðið sem sótti alltaf til sigurs og spilaði skemmtilegasta og fallegasta fótbolta virðist hafa sætt sig við miðjumoð, hver framtíð Newcastle er verður að koma í ljós, enn það er löngu kominn tími á að risin vakni aftur.
Athugasemdir