Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. maí 2020 18:44
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Kjánalegt að bíða á grænu ljósi
Elvar Geir Magnússon
Flautum þetta á!
Flautum þetta á!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og verðandi Fálkaorðuhafi sagði á fréttamannafundi í dag að næsta skref í afléttun yrði 25. maí. Frá og með þeim degi gefa stjórnvöld grænt ljós á að kappleikir í meistaraflokki fari fram.

Stefnt hefur verið á að Pepsi Max-deild karla hefjist 13. júní, sem er þá tæpum þremur vikum eftir að deildin gæti í raun og veru hafist.

Til hvers að eyða bestu vikum sumarsins í að bíða eftir því að mótið hefjist þegar leyfilegt er að hefja leik og þríeykið telur það öruggt?

Nánast öll lönd Evrópu eru ákveðin í því að byrja nánast um leið og hægt er. Það er engin ástæða fyrir okkur að eyða þremur vikum í bið og lengja undirbúningstímabilið enn frekar.

Sama hver niðurstaðan verður þá munu liðin sitja við sama borð. Tímabilið verður alltaf öðruvísi en skemmtilegt, það verður sérstök keppni en keppt á jafnréttisgrundvelli.

Það er augljóst að því fyrr sem hægt er að byrja því betra er það fyrir mótið. Við þurfum þá ekki að teygja okkur eins langt inn í veturinn og ef það koma bakslög þá verður svigrúmið meira.

KSÍ hefur boðað til fréttamannafundar á morgun þar sem rætt verður um mótahaldið. Ég vona að þar verði tilkynnt að leikjadagskráin verði færð framar, þó ekki sé nema sé um viku að ræða.

Það er heimskulegt að bíða þegar græna ljósið er komið. Ef hægt er að spila, þá skulum við spila. Fótboltinn lyftir anda ansi margra í þjóðfélaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner