Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   sun 07. júní 2020 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Afhverju erum við að þessu?
Hafliði Breiðfjörð
,,Misnotum ekki samstöðu þjóðarinnar, setjum raunhæfar kröfur og látum alla sitja við sama borð.''
,,Misnotum ekki samstöðu þjóðarinnar, setjum raunhæfar kröfur og látum alla sitja við sama borð.''
Mynd: Samsett
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ég held að allir geti verið sammála því að ein af helstu ástæðum þess að Ísland komst hratt út úr baráttunni við kórónuveirufaraldurinn sé samstaða þjóðarinnar. Íslenska þjóðin er mögnuð og þegar taka þurfti höndum saman í baráttu við veiruna stóðu allir saman og fylgdu fyrirmælum yfirvalda. Niðurstaðan var sú að engin smit eru lengur í samfélaginu.

Þessi samstaða er ekki sjálfgefin og það verður að bera virðingu fyrir henni en ekki misnota hana til að ná öðrum markmiðum.

Nú eru í gildi fjöldatakmarkanir hér á landi, fleiri en 200 manns mega ekki koma saman á sama stað. Þær reglur gilda fyrir alla nema suma og þegar framkvæmdin er af slíku óréttlæti er von að maður spyrji þess sem er í titli greinarinnar: 'Afhverju erum við að þessu?'

Á efri myndinni sem fylgir pistlinum má sjá fótboltaleik í Kópavogi í vikunni. Takmörkun um 200 áhorfendur á sama svæði. Allir sitja stilltir og blandast lítið við aðra áhorfendur. Íslandsmótið var að hefjast og yfirvöld banna stærri samkomur en 200 manns á svæði. Allskonar vandamál skapast vegna þessara takmarkanna.

Neðri myndin sýnir samstöðufund á Austurvelli í vikunni. Sömu yfirvöld samþykktu fundinn, 3500 manns komu saman og gengu um allt og blönduðu geði við hvort annað. Góð samkoma og engin vandamál enda virðast ekki vera nein smit í samfélaginu.

Það er ósanngjarnt að handvelja hvar reglur eigi að gilda og sjálfsagt að gera kröfu á að sama gangi yfir alla með því að annað hvort fella niður fjöldatakmarkanir eða rýmka þær verulega strax í dag. Þetta er einfalt verk og fljótlegt, í rauninni eins og eitt pennastrik sé áhugi fyrir því.

Ég spyr aftur afhverju erum við að þessu? Það er ljóst að með því að samþykkja 3500 manna samkomuna er ástæðan varla barátta við að hindra smit í samfélaginu.

Misnotum ekki samstöðu þjóðarinnar, setjum raunhæfar kröfur og látum alla sitja við sama borð. Nú þegar Íslandsmótið er að hefjast þurfum við samstöðu í fótboltaheiminum því deildarkeppnin hefst um næstu helgi. KSÍ, ÍTF og félögin þurfa að leggjast á eitt og herja á yfirvöld og ná breytingum í gegn fyrir vikulok.
Athugasemdir
banner
banner
banner