Úlfur Karlsson skrifar
Þeir sem eru af minni kynslóð (fæddir c.a 1980-1990) muna eflaust vel eftir Newcastle United liðinu, sem næstum því vann deildina, liðinu sem allir elskuðu, liðið sem spilaði skemmtilegasta fótboltann, liðið sem hefði sennilega átt að vinna deildina, liðið sem missti niður 12 stiga forystu. Nú ætla ég að kafa dýpra í þetta ár og rifja upp þetta magnaða tímabil 1995/96.
Til að byrja með verður að minnast á atriði sem ég tel mikilvægt þegar talað er um Newcastle og sögu borgarinnar sem félagið er í, Newcastle byggðist upp á tímum iðn byltingarinnar, og á gríðarlega margt sameiginlegt með öðrum stórum borgum á norðanverðu Englandi, eins og Liverpool , Manchester, Leeds og Sheffield. Borgir sem fyrst drifu heiminn áfram í nýja tíma, enn þegar iðnbyltingunni lauk voru þetta borginar sem urðu verst úti þegar verksmiðjunar lokuðu. Þessar borgir fóru allar í gegnum gríðarlega erfiða tíma, sérstaklega kringum 1970-1980.
Enn svo eru líka nokkrir þættir sem gera Newcastle frábruðna hinum borgunum sem ég taldi áðan upp. Ég leyfi mér að segja að Newcastle sé með sterkari einkenni. Newcastle er frekar einagrað landfræðilega, þótt að nú séu reyndar komnar lestar sem fari frekar hratt til London. Enn þrátt fyrir það er Newcastle miklu lengra í burtu frá suðrinu enn t.d Merseyside. Og hefur alltaf verið meira einangrað svæði. Eitt sem fólk sem hefur komið til Newcastle hefur sennilega tekið eftir er að þeir eru með sér málýsku. Málýskan þeirra er enska með gömlum norrænum orðum, sem færa má sögulegar útskýringar fyrir því norskir og danskir víkngar herjuðu mikið á þetta svæði. Þeir nota enn orð í sinni ensku sem eru hvergi annarstaðar á Englandi notuð. Það má t.d sjá í fótbolta þegar þeir hvetja sína menn áfram með því að segja “Howay” í stað “Come on” sem er sagt annarstaðar á Englandi. Og í stað þess að segja “Houses” segja þeir” Húses”. Og hvað kalla þeir fótbolta liðið sitt? Magpies. Enn þegar talað er um stað og lið er talað um “The Tune” sem vísar þá í Tyne ána sem rennur í gegum Newcastlle.
Enn svo ég komi mér að máli málanna, fótboltanum sjálfum, og þennan magnaða vetur 1995 til 1996, verður að hafa þetta með, rétt eins og enginn myndi tala um tíma Napólí með Maradona 1984-91, án þess að tala um Mafíuna í Napólí á þeim árum. Þetta er vissulega ekki eins, enn má bera saman, og einnig má bera þetta saman við vægi fótboltans í Marseille, sem er borg sem á margt sameiginlegt með Newcastle, þetta verður að hafa með í hausnum þegar þessi saga er sögð og allt sem að henni kemur. Hin týpíski Geordie (sem er nafn yfir fólkið sem kemur frá Newcastle), er grjótharður verkamaður, sem hefur unnið í námunum eða höfninni áður enn störfin hurfu. Stuðningsmenn Newcstle sem eru frægir og mæta á alla leiki, eru kallaðir “The Tune Army”. St James park sem er um 50.000 manna leikvangaur, er nánast alltaf troðfullur, ”Work Hard, Play Hard” er það sem gildir. Eða það sem þeir syngja sjálfir ”We are Mental, and we are Mad”. Ef ég ætti að leggja hlutlaust mat, myndi ég segja að Newcastle væri fjórða stærsta félag Englands, Liverpool, Manchester United og Arsenal eru vissulega stærri.
Vissulega hefur margt breyst í boltanum síðan 1995 og lið sem áður þóttu ekki sterk hafa orðið betri, en árið 1995 voru þeir allavega klárlega fjórða stærsta félag Englands ef allt er skoðað. Og þar rétt fyrir neðan voru þá Spurs, Everton og Chelsea. En þrátt fyrir alla þessa möguleika á að verða risa félag sem er með allt til alls. Þá hefur árangur liðsins í gegnum árin verið mikil vonbrigði fyrir stuðningsmenn, með smá undantekningu í kringum 1970. Þeir hafa raunar ekki unnið titil síðan 1969 þegar þeir unnu Inter City Fairs Club, þetta er borg sem er svart og hvít, og það er bara eitt lið í borginni. Svipað og í Leeds, Napólí og Marseille, En 1991, kom messías, sjálfur Kevin Keegan, sem hafði spilað nokkur ár með Newcastle sem leikmaður númer 7. Pabbi hans var “Geordie” þ.e frá Newcastle svæðinu. Þó hann hafi sjálfur verið alinn upp í Doncaster, Pabbi hans var gröfu verkamaður, sem var stoltur “Geordie”. Sem hafði m.a tekið þátt í Burma stríðinu. Hann fékk svo krabbamein, hitti Keegan pabba sinn, og komst að því að eithvað væri að þegar hann pantaði bara Half Paint á pöbbinum. Og sá þá að ekki væri mikið eftir, enn pabba hans tókst samt að minna hann á Newcastle ræturnar og hélt alltaf sterkt í svart/hvítu ræturnar.
1992 þegar Keegan tók við Newcastle, var liðið í botnbaráttu í 1.deild. Á blaðamannafundi sagði hann að þetta væri eina liðið sem hann gæti hugsað sér að taka við. Fljótlega komst hann að því að ekki voru til jafn miklir peningar og Sir John Hall hafði lofað, og tók á sig launalækkun, og sögusagnir hafa verið um að á æfingum, hafi Kevin Keegan verið betri enn flestir af leikmönnunum, enn ákvað samt að spila ekki sjálfur. Fyrsta verk hans var að bjarga liðinu frá falli í 2.deild, sem honum tókst. Þegar þeim tókst að bjarga sér fékk Keegan pening frá stjórninni, og stefnan var sett á að vera með nógu gott lið til að vinna 1.deildina og komast aftur upp í Premier League, og keyptur var nýr framherji að nafni Andy Cole, sem hjálpaði þeim að rúlla yfir deildina með yfirburðum, unnu Leicester 7-0 í síðasta leik tímabilsins. Og 1993/94 voru þeir aftur komnir í Premier League, og á fyrsta ári þar náðu þeir 3.sæti sem verður að teljast magnaður árangur fyrir nýliða. Þetta lið hreyf marga með sér, með skemmtilegum og árangursríkum sóknarbolta, ef andstæðingurinn skoraði þrú mörk skoruðu þeir fjögur, sóknarbolti réði ríkjum. Það hvernig Newcastle gengur hefur áhrif á líf borgarinnar, og big marker, sem þeir sem hafa komið til Newcastle kannast við, varð djammstaður borgarinnar, og svart hvítir fánar voru út um alla borg, og var Newcastle kölluð “Barcelona of the North”.
Meðvituð ákvörðun var tekin af borgaryfirvöldum að gera Newcastle “The Party City”, og gekk það svo langt að ráðnir voru sérstakir verðir sem voru ráðnir til að hafa stjórn á partyþyrstum Newcastle búum. En afur að boltanum, þá tók Kevin Keegan sína fyrstu umdeildu ákvörðun, þegar hann seldi Andy Cole til Manchester United í skiptum fyrir Keith Gillespie, sem þá var ungur og talinn vera framtíðarstjarna. Þessu voru margir Newcastle stuðningsmenn ósammála, Leiktíðin 1994/95 var vonbrigði og liðið endaði í 6.sæti. Fyrir umræddan vetur var verslað, og keyptir voru markvörðurinn og Trínídadinn Shaka Hislop, Warren Barton var keyptur og átti að leysa hægri bakvarðastöðuna, næstu kaup voru á frakkanum David Ginola sem kom frá París. Svo kom Les Ferdinand sem átti að leysa stöðu Andy Cole sem striker númer 9 á topp.
Hann fór inn í leiktíðina 1995/96 með byrjunarlið sem samanstóð af Shaka Hislop í markinu, Warren Barton í hægri bakverðinum, Varnarparið samanstóð af Darren Peacock og belganum Pilipe Albert, vinstri bakvörður var John Bersford. Á hægri kant var Keith Gillespie sem var eldsnöggur, David Ginola var á vintri kant, sem ég kem aðeins meira inná eftir, sem var sannkallaður listamaður með boltan. Sóknarlínan og miðjan var þó seinnilega mest spennandi hlutinn af liðinu, á miðjunni voru, Lee Clarke sem kom úr þeirra eigin unglinga starfi, sem átti að verða hin nýi Gazza, og Rob Lee sem er kanski einn af vanmetnustu leikmönnum sögunnar, sem skoraði fullt af mörkum, og var mjög fljótur, og frammi voru, heimamaðurinn Peter Beardsley og Les Ferdinand sem skoraði helling af mörkum og var fljótur og sterkur.
Það er mögulegt að einhverjum finnist þetta lið ekki sterkt á pappír, en þetta var lið sem var spáð titlbaráttu, og þótti gríðarlega sterkt árið 1995. Á sama tíma var Alex Ferguson farinn að gefa ungum leikmönnum Manchester united tækifæri eins og t.d Paul Scholes og Beckham og Neville bræðrunum, þetta lið átti eftir að verða gríðarlega sterkt, en það vissi fólk ekki þá, og sá ungt og óreynt lið Manchester United, við hlið Newcastle United með margar stjörnur inann sinna raða og fljóta og líkamlega sterka leikmenn. Liðið leit gríðarlega vel út á undirbúningstímabilinu, og St Jamses Park leikvangurinn var kláraður, einn af stærstu leikvöngum Englands árið 1995, og ekki bara það, hann var í miðri borg, á hæð, þar sem hægt var að sjá yfir alla borgina. Ekki bara það, sumarið 1995 voru líka kynntar nýjar treyjur með Newcastle Brown Ale sponsor, sem vísar í brugghús borgarinnar, svo þeir fóru fullir sjálfstraust í leiktíðina,
Í fyrstu leikjunum má segja að hin nýi sóknarmaður Les Ferdinand hafi slegið í gegn, og skoraði hann í flestum leikjum. Fyrsti leikurinn var 3-0 sigur á Coventry City. Í næsta leik unnu þeir Bolton og Les Ferdinand skoraði tvö mörk, en þá skal ég tala um Ginola. Þannig er mál með vexti að Barcelona var farið að sína honum áhuga, og var boðið að tak þátt í Johan Cuyff golfmótinu í Tarragona á Spáni. Þar var honum boðið að koma, og hafði hann mikinn áhuga á því. En svo varð ekkert úr því, Í stað þess að þess að fara til Katalóníu, fékk hann símhringingu frá Terry McDermott á bílastæðinu í Newcastle, og einhvern veginn tókst þeim að lokka Ginola að koma til Newcastle, strákur sem var alinn upp á frönskur rivíerunni og hafði búið síðustu fjögur ár í París, og átti að flyja núna til Newcastle. Sem var gríðarlegt “Kúltúrsjokk fyrir hann”, honum var skítkalt þegar hann lennti í Newcastle, og svo sendi hann frúna í bíltúr um borgina í bÍl Sir John Hall, meðan hann var að skrifa undir samning, og þegar frúin kom til baka var hún grátandi. Og spurði bara ”Hvað er þetta?”. Þá svaraði hann” hér skulum við búa, ég hef þegar skrifað undir samning.”
Leikmenn Newcastle höfðu enga hugmynd um hver Ginola var, enda lítill áhugi á Englandi á þessum árum fyrir franska boltanum, og fljótlega kom í ljós menningarlegur munur á Englandi og Frakklandi, eftir góðan sigur á Middlesborough, var það fyrsta sem David Ginola gerði að koma í klefann og kveikja sér í sígarettu. Ef hann hefði fengið sér bjór í enskum búningsklefa á þessum árum hefði enginn lyft brúnum, en sígaretta þótti gjörsamlega óástættanlegt, Keegan vissi ekki ennþá að Ginola reykti, enn það átti hann eftir að komast að, þegar liðið var allt komið í rútuna að einn maður sat aftast inni í rútunni og reykti, það var David Ginola, og þá var honum strax sagt að hann gæti ekki reykt inni í rútunni, hann yrði að fara út. Þá var rútan stöðvuð svo Ginola gæti farið út að reykja og á meðan biðu liðsfélagar hans inni í rútunni.
Eftir hvern sigurleik fóru leikmenn liðsins á djammið í Newcastle, eitt sinn fóru þeir út að skemmta sér, og Ginola hafði þá spilað þrjá leiki fyrir félagið, og var þá farinn að taka eftir því að fólk í borginni var farið að kyssa fætur hans þegar hann gekk um götur borgarinnar. Þegar nýir leikmenn komu til liðsins fóru þeir sem voru uppaldir í Newcastle nýja leikmenn á djammið, þá voru Lee Clarke, Robbie Elliot, Peter Beardsley, þeir höfðu allir kynnst í wallsend boys club, sem litlir pjakkar. Þeir vildu að nýju leikmennirnir myndu skilja um hvað lífið í Newcastle snérist, og þeir sóttu Ginola fóru með hann á three mile inn sem er frægur skemmtistaður í Newcastle. Les Ferdinand sem aldrei hafði drukkið byrjaði að stunda næturlífið í Newcastle af miklu kappi og að sjálfsögðu var pantaður brúnn Newcastle Brown Ale. Les Ferninand kunni ekkert að elda þegar hann kom til Newcastle enda hafði hann alltaf búið í Newcastle, svo Sir John Hall ákvað að butlerinn hans yrði að kenna Les Ferdinand að elda mat og það virðist hafa tekist. Les Ferdinand varð líka öfundsjúkur þegar hann sá Kevin Keegan á Harley davidson mótorhjóli svo hann lærði að keyra mótorhjól og keypti eitt slíkt. Allt var til alls til að stefna á titilinn og hvernig sjálf titil barátta Alex Ferguson og Kevin Keegan fór, skrifa ég í seinni grein minni.
Úlfur Karlsson
Athugasemdir