Jamie McDonough, þjálfari Tindastóls, skrifar:
Kæra íslenska fótboltasamfélag,
Ég vil byrja á því að útskýra að ég skrifa þetta bréf með stuðningi hluta leikmannahóps míns og einnig með stuðning margra sem hafa haft samband við mig persónulega til að segja mér frá sinni hlið á þessu Covid-vandamáli. Íslenskir leikmenn, erlendir leikmenn og þjálfarar hafa rætt við mig undanfarna daga vegna hugleiðinga sem ég hef verið með á Twitter.
@JamieMcDcoach á Twitter
Þeir hafa rætt við mig um fréttirnar af frestun Íslandsmótsins og biðin eftir því að fá upplýsingar er að skapa stór vandamál. Margir þeirra hafa einnig talað við mig um áhyggjur af því að halda mótinu áfram.
Ég vil byrja á því að útskýra að ég skrifa þetta bréf með stuðningi hluta leikmannahóps míns og einnig með stuðning margra sem hafa haft samband við mig persónulega til að segja mér frá sinni hlið á þessu Covid-vandamáli. Íslenskir leikmenn, erlendir leikmenn og þjálfarar hafa rætt við mig undanfarna daga vegna hugleiðinga sem ég hef verið með á Twitter.
@JamieMcDcoach á Twitter
Þeir hafa rætt við mig um fréttirnar af frestun Íslandsmótsins og biðin eftir því að fá upplýsingar er að skapa stór vandamál. Margir þeirra hafa einnig talað við mig um áhyggjur af því að halda mótinu áfram.
Ég vil líka koma hlutum á hreint svo hugmyndir mínar verða meðteknar á réttan hátt.
1. Ég tel ekki að það sé í mínum höndum að ákveða hvernig fótboltinn á Íslandi er. Ég horfi bara á þetta vandamál og tel að best sé að reyna að finna lausn í stað þess að kvarta bara yfir vandamálinu. Ég tel að ég hafi lausn en ég mun ekki fá að vita hvort hún sé rétt fyrr en ég hef álit allra í fótboltasamfélaginu.
2. Við viljum öll spila. Ég vil 100% spila og klára tímabilið sem við byrjuðum. Þess vegna erum við í fótboltanum en ég tel að við ættum einungis að gera það ef öryggis og sanngirni sé gætt. Ég sé ekki hvernig við eigum að geta gert það á Íslandi núna.
3. Ég vil ekki reyna að breyta skoðunum fólks. Ég vil bara leggja fram hugmynd að lausn og athuga hvort hún fái stuðning. Ef þér finnst hugmynd mín góð þá er ég ánægður. Ef þér finnst hún slæm þá er ég líka ánægður. Ég er ekki að gera neitt annað en að leggja fram hugmynd að lausn á vansamálinu.
Það eru mörg vandamál í átt að því að ná að klára tímabilið núna. Ég hef heyrt það frá leikmönnum og þjálfurum. Aðrir í fótboltasamfélaginu hafa deilt sínum vandamálum með mér. Það eru ýmis vandamál sem KSÍ þarf að skoða:
1. Að byrja aftur á næstu vikum (næstu fjórum vikum) setur leikmenn, fjölskyldur og vinnufélaga í hættu. Einn af mínum leikmönnum hefur sagt mér að honum líði ekki vel með að spila á velli gegn leikmönnum frá Reykjavík vegna fjölskyldu- og vinnuástæðna.
Annar leikmaður sem talaði persónulega við mig í dag sagði að af fjölskylduástæðum væri hann ósáttur við að vera beðinn um að spila.
2. Félög sem nota erlenda leikmenn sitja ekki við sama borð ef mótið heldur áfram. Þetta mun annað hvort verða kostnaður fjárhagslega eða neyða þau til að spila án þeirra. Það er risastórt vandamál þegar kemur að sanngirni mótsins.
Dæmið sem einn leikmaður nefndi við mig var að Magni gæti spilað gegn Vestra sem myndi vera án fjölmargra erlendra leikmanna í baráttu Magna um að halda sér í Lengjudeildinni. (Svona aðstæður koma klárlega upp),
3. Það er látið reyna á fjárhagsstöðu félaga. Minni félögin vita ekki hvað þau þurfa að búa sig undir. Mörg þeirra hafa þegar bókað og borgað flugferðir og sagt upp vinnu og húsnæði. Þetta er eitthvað sem þarf að breyta snögglega. Þetta er kostnaðarsamt og minni félög hafa ekki efni á þessu!
4. Flestir leikmanna hér eru ekki atvinnumenn. Þeir eiga líf utan fótboltans og stundum fjölskyldu sem er langt frá staðnum þar sem þeir spila. Ég veit um einn leikmann sem á unga fjölskyldu í heimalandinu og vill fá að vita hvenær hann getur komist til þeirra og séð barnið sitt, án þess að setja liðið í hættu.
Ástæðurnar sem ég nefni hér að ofan eru skýring á því hvers vegna ég vil finna lausn á vandamálinu. Ég skil hvers vegna ýmis félög, leikmenn og þjálfarar vilja ekki að tímabilinu sé hætt. Þau vilja ekki falla eða missa af möguleika á að komast upp vegna þess að við hættum leik tveimur umferðum fyrir mótslok.
Ég held að mín hugmynd leysi þetta vandamál
Reglurnar eru einfaldar:
1. Ef þú átt enn möguleika á að komast upp - þá kemstu upp!
2. Ekkert lið fellur. 0 lið falla.
3. Skipt verður upp 2. og 3. deild í 2. deild norður og 2. deild suður.
Ég tel að þessi lausn hafi margar jákvæðar hliðar.
1. Öll lið fá það sem þau vildu og áttu skilið í lok tímabils.
2. Fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum 2021.
Fleiri leikir = betri leikmenn. Fleiri tækifæri fyrir unga og efnilega leikmenn.
Fleiri leikir = Meiri peningur fyrir félögin á leikdögum 2021. Styrktaraðilar, stuðningsmenn o.s.frv.
Það jákvæða við Covid að það hefur sýnt sig að við getum spilað fleiri leiki á heilu tímabili!
3. Færri ferðalög fyrir 90% af minni félögunum 2021. Ferðalög eru dýr og minni félög eru í erfiðleikum eftir að hafa misst mót og styrktaraðila vegna Covid.
4. Hugmyndin um að breyta í norður- og suðurdeild er vegna þess að það er ekki sanngjörn leið að bæta við liðum í deildir. Þetta skapar líka sanngjarnari ferðalög. Sem dæmi þarf Einherji í 3. deild að fara í átta ferðir sem taka lengri tíma en átta klukkustundir. Liðin í Reykjavík þurfa heldur ekki að ferðast í þessu fyrirkomulagi. (Betra fyrir umhverfið og leikmenn haldast lengur í leiknum eftir að þeir eignast börn)
Ég sýni því skilning að það eru ákveðin vandamál:
1. Kári, KFS og ÍH verða óánægð með þetta fyrirkomulag því þessi lið þyrftu að ferðast meira. En 2022 geta þau komist í 2. deild suður og liðin sem komast upp, ef þau eru frá Reykjavík, fara í landsbyggðardeildina. Kári er þar vegna þess að liðið myndi ferðast minna en önnur félög. KFS og ÍH vegna þess að þau eru nýkomin upp.
2. Fjórar umferðir í 2. deild kvenna. Það yrðu jafnari leikir, svipað og þegar Þjóðadeild UEFA var sett á laggirnar fyrir smærri þjóðir.
3. KSÍ þyrfti að samþykkja þetta á stjórnarfundi. En ef þetta hefur stuðning frá félögunum sé ég ekki af hverju þetta ætti ekki að vera samþykkt.
4. Það verða einhverjir þætti sem ég veit ekki um eða hef ekki skilning á. Ef þeir koma upp þá er kannski önnur lausn sem við getum fundið út saman?
Hvernig ég held að við getum látið þetta virka:
1. Fótbolti.net kynnir til allra félaga. Við biðjum öll félög og fótboltasamfélagið um að deila í gegnum Facebook, Twitter og aðra samfélagsmiðla.
2. Við biðjum fyrirliða, þjálfara, formenn og starfsmenn félaga um að skrifa undir í gegnum netið. Við getum gert þetta á google shets.
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1UDCdDRJuO0tkk_QkxjkAmyrQHBI632W48ampSMasy-Y/edit?usp=sharing
3. Ef við fáum mikinn stuðning þá sendum við þetta til KSÍ og biðjum um að þetta verði skoðað eins fljótt og mögulegt er til að laga þau vandamál sem við erum að glíma við.
Að lokum vil ég endurtaka það að ég er ekki að gera þetta til að breyta fótboltanum. Ég tel mig bara mögulega hafa lausn á vandamáli sem er að skapa reiði og óánægju og setja félög í hættu fjárhagslega.
Ég tel einnig að þetta gæti haft jákvæð áhrif á framþróun íslenska fótboltans.
Takk fyrir að gefa þér tíma,
Jamie McDonough, þjálfari Tindastóls
Athugasemdir