Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 01. september 2020 12:01
Hafliði Breiðfjörð
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ólögleg ríkisaðstoð?
Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net
Í dag mun íslenska ríkið greiða út 400 milljónir til samkeppnismiðla Fótbolta.net til að styrkja rekstur miðlanna. Fótbolti.net fær ekki krónu.

Enginn þingmaður sem var viðstaddur atkvæðagreiðslu um þetta mál 11. maí síðastliðinn sagði nei. 51 þingmaður í heildina samþykktu að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fengi að ákveða hvernig hún útdeildi fénu með reglugerð án aðkomu þingsins og 4 greiddu ekki atkvæði.

Fótbolti.net er langmest lesni íþróttamiðill landsins og meira segja er það svo að ef lagðar væru saman flettingartölur á íþróttasíðum mbl, Vísis og DV þá kæmust þær ekki nálægt flettingartölum Fótbolta.net. Þetta má sjá hér að neðan í flettingartölum fyrir síðustu viku, 24. - 30. ágúst síðastliðinn, tölurnar byggja á topplista Gallup og Analytics tölum Fótbolta.net.

Fótbolti.net: 2.654.209 flettingar

Íþróttasíður samkeppnismiðlanna:
mbl/sport - 749.878
Vísir/sport - 853.779
DV/433 - 594.010
---------------------
Samtals: 2.197.667 flettingar

Kjarninn birti í síðustu viku grein þar sem fjallað var um ríkisábyrgð í öðru máli. Í þeirri grein má sjá svar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem vakti mína athygli.

„Í svari ráðuneytisins segir að hugað hafi verið sérstaklega að því að hin fyrirhugaða ríkisábyrgð samrýmist reglum um ríkisaðstoð, sem meðal annars gera kröfu um að ráðstafanir hins opinbera feli ekki í sér ótilhlýðilega röskun á samkeppni," sagði í grein Kjarnans.

Þessi klausa vakti athygli mína. Nú er ljóst að með greiðslu þessara 400 milljóna til annarra fjölmiðla en Fótbolta.net í dag er ríkið að gera ráðstafanir sem fela í sér ótilhlýðilega röskun á samkeppni. Ég hef reynt allt til að fá þingið og ráðherra til að breyta plönum sínum án árangurs og velti því fyrir mér hvort dómstóll EFTA teldi þetta fela í sér ólöglega ríkisaðstoð.

Að lokum vil ég minna á að Fótbolti.net hefur leitað til lesenda með að styrkja reksturinn með mánaðarlegum greiðslum. Þetta má líta á sem hóflegt áskriftargjald þó vefurinn verði áfram opinn öllum.

Smelltu hér til að skrá þig fyrir styrk

Ég hvet sérstaklega alla þingmenn til að taka þátt því enginn þingmaður var á móti afgreiðslu málsins með þessum hætti 11. maí síðastliðinn.

Höfundur er framkvæmdastjóri Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner