Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
   mið 25. maí 2016 14:00
Björn Berg Gunnarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Hvað ef við vinnum EM?
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson
Mynd: VÍB
Mynd:
Business and Football ráðstefnan var haldin í Hörpu um daginn að frumkvæði Ramón Calderón, fyrrum forseta Real Madrid. Meðal þess sem mikið var rætt um á ráðstefnunni og EM kvöldinu í kjölfarið voru möguleikar Íslands á Evrópumótinu í sumar. Eins og frægt er orðið reyndi David Moyes að stilla væntingum okkar í hóf en öllu meiri undirtektir fengu orð rithöfundarins og blaðamannsins John Carlin.

„Sumir segja að Íslendingar eigi að draga úr væntingum sínum og slaka aðeins á. Þið ættuð að láta það eiga sig að dreyma og vera frekar raunsæ. Ég segi til fjandans með það, þannig hef ég ekki upplifað ykkur Íslendinga. Sumir segja að þið séuð í góðum riðli og eigið möguleika á að fara upp úr honum en ég segi vinnið helvítis keppnina!“

Það getur verið erfitt að meta hvort fylgja eigi Moyes eða Carlin að máli, en það er samt ekki úr vegi að grípa tækifærið og kanna fjármálaleg áhrif þess ef Ísland vinnur mótið og jafnvel alla sína leiki.

Til mikils að vinna
KSÍ hefur þegar tryggt sér ríflega milljarð króna með þátttöku sinni á mótinu, en meira er í pottinum ef við náum árangri. Sigur í leik í riðlakeppni skilar 140 milljónum króna og jafntefli 70 milljónum. Fyrir einn sigur mætti greiða allan launakostnað Knattspyrnusambandsins.

Ef (þegar) við komumst upp úr riðlinum tryggir KSÍ sér 210 milljónir til viðbótar, 350 til ef við komumst í 8 liða úrslit og 560 fyrir undanúrslit.

4 milljarðar í kassann
Silfurliðið hlýtur 700 milljónir króna fyrir tapið í úrslitaleiknum en Evrópumeistararnir 1.120 milljónir. Landslið sem vinnur alla sína leiki á mótinu fær því 3.780 milljónir króna í verðlaunafé. Ef við náum þessum ótrúlega árangri má búast við að aðildarfélögin fari fram á að verðlaunaféð verði látið renna til þeirra. Um væri að ræða 25 falda þá upphæð sem KSÍ greiddi í styrki og framlög til aðildarfélaga á síðasta ári. Það myndi sannarlega muna um slíkt!

Höfundur er fræðslustjóri VÍB, sem greinir fjármálahlið fótboltans á www.vib.is/fotbolti
Athugasemdir
banner