Góðan daginn kæru lesendur. Ég held að fyrirsögnin tali sínu máli svo allar frekari útskýringar eru óþarfar. Þessi listi er eingöngu skoðun höfundar en alls ekki starfsmanna vefsíðunnar Fótbolti.net.
Meira »
Pistillinn birtist upphaflega á Sportblogginu
Félagsskiptaglugginn lokaði eftir gríðarlega spennandi lokadag þar sem skipti Mesut Özil til Arsenal stóðu upp úr. Það sem fór þó kannski framhjá mörgum er að Marko nokkur Arnautovic gekk til liðs við Stoke City. Meira »
Félagsskiptaglugginn lokaði eftir gríðarlega spennandi lokadag þar sem skipti Mesut Özil til Arsenal stóðu upp úr. Það sem fór þó kannski framhjá mörgum er að Marko nokkur Arnautovic gekk til liðs við Stoke City. Meira »
Pistillinn birtist upphaflega á Sportblogginu
Sportbloggið ætlar reglulega að líta á leikmenn sem voru á sínum tíma í fremstu röð í knattspyrnuheiminum en hafa að einhverju leyti gleymst í dag. Í dag lítum við á kólumbíska sérvitringinn Faustino Asprilla, en hann var þekktur fyrir skap sitt og litríkt líferni jafnt innan sem utan vallar og geta ekki margir knattspyrnumenn “státað” sig af því að hafa á ferilskrá sinni nektarmyndatöku fyrir tímarit. Meira »
Sportbloggið ætlar reglulega að líta á leikmenn sem voru á sínum tíma í fremstu röð í knattspyrnuheiminum en hafa að einhverju leyti gleymst í dag. Í dag lítum við á kólumbíska sérvitringinn Faustino Asprilla, en hann var þekktur fyrir skap sitt og litríkt líferni jafnt innan sem utan vallar og geta ekki margir knattspyrnumenn “státað” sig af því að hafa á ferilskrá sinni nektarmyndatöku fyrir tímarit. Meira »
Ég leyfi mér að fullyrða það að enska úrvalsdeildin hafi aldrei nokkurn tímann litið jafn spennandi út í upphafi leiktíðar. Öll þrjú efstu liðin á síðustu leiktíð hafa nýja menn á hliðarlínunni. Goðsagnir hafa horfið á braut og goðsagnir hafa snúið til baka á síðustu mánuðum. Gríðarlegum fjármunum hefur verið varið í nýja leikmenn og líklega hafa aldrei jafn mörg lið getað talið sig eiga möguleika á titlinum í upphafi leiktíðar. Það stefnir því eitt mest spennandi tímabil af þeim 22 sem leikin hafa verið í þessari skemmtilegustu deild í heimi.
Meira »
Nú er nýtt knattspyrnutímabil í uppsiglingu á Ítalíu. Fallegasta knattspyrnudeild í heimi fer af stað þann 24 ágúst þegar Emil Hallfreðsson og félagar í Verona mæta AC Milan á heimavelli.
Meira »
Eftir umræður Gareth Bale til Real Madrid í allt sumar hef ég ekki gert neitt annað en fylgjast með fótboltafréttum í tíma og ótíma og bíð eftir því að þetta gangi eða gangi ekki í gegn, hann stefnir á að verða dýrasti leikmaður heims ef hann fer til Real, £100 milljónir+ takk fyrir.
Meira »
Á síðastliðnum vikum fylgdist ég með gangi mála hjá Breiðabliki í Evrópukeppninni. Fyrstu tvær umferðirnar mætti ég á Kópavogsvöll ásamt ekki svo mörgum Blikum (þó sérstaklega í fyrstu umferð) og horfði á skipulagða grænliða koma sér í góða stöðu í Evrópukeppninni og í framhaldi af því komust þeir í 3. umferð.
Meira »
Þórður Einarsson skrifar margt um ágætan pistil hér á Fótbolti.net sem birtist í dag og má lesa hann hér.
Ég fann mig þó knúinn til þess að skrifa örstutt svar til handa Þórði og öllum þeim sem hafa haft ríka skoðun á þeirri ákvörðun sem Aron Jóhannsson hefur tekið, .þ.e. að gefa kost á sér í landslið Bandaríkjamanna í knattspyrnu. Meira »
Ég fann mig þó knúinn til þess að skrifa örstutt svar til handa Þórði og öllum þeim sem hafa haft ríka skoðun á þeirri ákvörðun sem Aron Jóhannsson hefur tekið, .þ.e. að gefa kost á sér í landslið Bandaríkjamanna í knattspyrnu. Meira »
Það er auðvelt fyrir meðal-Jón að sitja heima og agnúast yfir ákvörðun knattspyrnumannsins Arons Jóhannssonar um að leika með Bandaríkjum norður Ameríku. Það er auðvitað hægara sagt en gert að setja sig í spor hans. En hverju sem því líður geta allir haft skoðun á ákvörðun pilts um að leika fyrir aðra þjóð en sína og hér á eftir ætla ég, meðal-Jón sjálfur, að lýsa undrun minni.
Bæði á ákvörðun leikmannsins sem og þeim ótrúlega stuðningi sem hann fær frá fólki hérlendis fyrir það að velja að spila ekki fyrir landið sitt. Meira »
Bæði á ákvörðun leikmannsins sem og þeim ótrúlega stuðningi sem hann fær frá fólki hérlendis fyrir það að velja að spila ekki fyrir landið sitt. Meira »
Hvað geta litlu liðin á landsbyggðinni gert í baráttunni við stærri félög um unga efnilega leikmenn?
Meira »
Það eru ný ævintýri í gangi sem heita því skemmtilega nafni Evrópuævintýrin, eða EÆ eins og þetta mundi heita á bírókratísku en við skulum bara halda okkur við fótboltann.
Meira »
Pistillinn birtist upphaflega á Sportblogginu
Gerardo Martino var ráðinn nýr þjálfari Barcelona á mánudaginn, 22. júlí, og kom sú ráðning ýmsum á óvart. Það eru án efa margir sem hafa lítið sem ekkert heyrt um Martino, enda hefur allur þjálfaraferill hans farið fram í S-Ameríku. Sportbloggið ákváð því að líta stuttlega á feril hans. Meira »
Gerardo Martino var ráðinn nýr þjálfari Barcelona á mánudaginn, 22. júlí, og kom sú ráðning ýmsum á óvart. Það eru án efa margir sem hafa lítið sem ekkert heyrt um Martino, enda hefur allur þjálfaraferill hans farið fram í S-Ameríku. Sportbloggið ákváð því að líta stuttlega á feril hans. Meira »
A landslið kvenna hefur nú lokið keppni í úrslitakeppni EM í Svíþjóð en liðið náði þar þeim merka áfanga að leika í úrslitum 8 bestu liða Evrópu. Fyrir mót voru væntingar hóflegar en þó hafði liðið sjálft sett sér ákveðin markmið sem náðust, þ.e. að ná lengra í keppninni nú heldur en í Finnlandi fyrir fjórum árum.
Meira »
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var kokhraustur fyrir Evrópumótið og sagði að stefnan væri sett á 8-liða úrslitin þrátt fyrir að niðurstaðan úr landsleikjum fyrr á árinu gæfu engar vonir þess efnis.
Meira »
Í síðustu viku skellti ég mér ásamt fjölskyldu minni á leik Íslands og Noregs á EM2013 í Kalmar í Svíþjóð. Við vorum öll afar spennt að fara sjá íslenska landsliðið spila og ekki skemmdi fyrir að það var sól og blíða í Kalmar þennan fallega fimmtudag.
Meira »
Eftir rúmlega hálftíma í bikarleik ÍBV og KR á sunnudaginn lentu þeir í samstuði Aaron Spear hjá ÍBV og Gunnar Þór Gunnarsson hjá KR. Í kjölfarið gengur Gunnar ógnandi fast upp að Aaron sem ber fyrir sig hendur með flötum lófum og ýtir á móti. Gunnar kastar sér niður eins og hann hefði orðið fyrir strætisvagni eða verið skotinn í brjóstið. Brostu allir viðstaddir að þessum tilburðum – líka KR-ingar. Allir aðrir en Magnús Þórisson, dómari leiksins. Hann kom hlaupandi yfir hálfan völlinn til þess að veifa rauðu spjaldi framan í Aaron Spear! Viðstaddir litu í forundran hver á annan – líka KR-ingar.
Meira »
Núna um miðjan júní var tekinn í notkun glæsilegur gerfigrasvöllur á KA svæðinu. Tel ég að sú stund verði talin ein af fjórum stærstu í sögu KA, hvað framkvæmdir varða. Vil ég hér með leyfa mér að þakka L-lista fólki og öðrum bæjarfulltrúum, sem studdu þetta.
Meira »
Veigar Páll Gunnarsson telst ansi heppinn ef hann sleppur með aðeins einn leik í bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk fyrir olnbogaskotið gegn Þór.
Upptökur af Stöð 2 Sport líta vægast sagt illa út og í raun er ekki hægt að afsaka framgöngu Veigars í þessu tiltekna atviki.
Ekki er hægt að halda því fram að hann hafi ekki vitað af andstæðingnum sem var í návígi við hann. Skírara dæmi um rautt spjald hefur ekki sést í efstu deildum í sumar. Meira »
Upptökur af Stöð 2 Sport líta vægast sagt illa út og í raun er ekki hægt að afsaka framgöngu Veigars í þessu tiltekna atviki.
Ekki er hægt að halda því fram að hann hafi ekki vitað af andstæðingnum sem var í návígi við hann. Skírara dæmi um rautt spjald hefur ekki sést í efstu deildum í sumar. Meira »
Hvað er góð þjálfun? Hvernig skilgreinum við árangur í þjálfun barna og unglinga?
Árangur í knattspyrnu er oftar en ekki mældur í sigrum. Meira »
Árangur í knattspyrnu er oftar en ekki mældur í sigrum. Meira »
Íslandsmótið í yngri flokkum er farið af stað og eflaust margir farnir að hlakka verulega til sumarsins. Við þjálfarar í okkar félagi óskuðum sérstaklega eftir því við KSÍ á vordögum að við fengjum að skrá A-og C-lið til leiks í Íslandsmótið í 5.fl. kvk. Ástæða þess að við vildum ekki skrá lið okkar sem B-lið er sú að mikið er af nýjum stúlkum í fámennum hópi og hafa þær að undanförnu oftast fengið slæma útreið í leikjum B-liða s.s. í Faxaflóamóti og æfingaleikjum (erum örugglega ekki eina liðið í þessari stöðu).
Með þessari ósk okkar vonuðumst við eftir því að fá fleiri jafningjaleiki sem eflaust myndi auka líkurnar á að viðhalda áhuga og efla framfarir okkar stelpna. Meira »
Með þessari ósk okkar vonuðumst við eftir því að fá fleiri jafningjaleiki sem eflaust myndi auka líkurnar á að viðhalda áhuga og efla framfarir okkar stelpna. Meira »