Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 31. júlí 2019 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 19. sæti
Norwich
Norwich vann Championship-deildina í fyrra.
Norwich vann Championship-deildina í fyrra.
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Daniel Farke stýrir liðinu.
Þjóðverjinn Daniel Farke stýrir liðinu.
Mynd: Getty Images
Teemu Pukki var markahæstur í Championship-deildinni í fyrra.
Teemu Pukki var markahæstur í Championship-deildinni í fyrra.
Mynd: Getty Images
Emi Buendia er spennandi leikmaður.
Emi Buendia er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Patrick Roberts kom á láni frá Man City. Hann er einn af þremur leikmönnum sem Norwich hefur fengið í félagaskiptaglugganum.
Patrick Roberts kom á láni frá Man City. Hann er einn af þremur leikmönnum sem Norwich hefur fengið í félagaskiptaglugganum.
Mynd: Getty Images
Það styttist í að enska úrvalsdeildin hefjist á nýjan leik. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Nýliðum Norwich er spáð beint aftur niður.

Um liðið: Kanarífuglarnir eru mættur aftur í deild þeirra bestu. Þeir voru þar síðast 2015/16 tímabilið og féllu þá beint aftur eins og þeim er spáð núna. Fyrir síðasta tímabil seldu Norwich tvo af sínum bestu leikmönnum, James Maddison og Josh Murphy, og voru stuðningsmenn ekkert rosalega bjartsýnir. Norwich kom hins vegar á óvart og náði að vinna Championship-deildina.

Staða á síðasta tímabili: 1. sæti í Championship-deildinni.

Stjórinn: Þjóðverjinn Daniel Farke var fyrsti stjórinn utan Bretlands og Írlands í sögu Norwich þegar hann var ráðinn 2017. Hann kemur úr Dortmund-skólanum. Hann var stjóri varaliðsins þar áður en hann tók við Norwich og er því óumflýjanlegt að honum verði líkt við Jurgen Klopp. Hann endaði í 14. sæti með Norwich á sínu fyrsta tímabili sem stjóri liðsins, en Norwich sýndi honum þolinmæði og hann þakkaði fyrir sig.

Styrkleikar: Daniel Farke er góður stjóri sem hefur gert góða hluti með frekar ungt lið Norwich. Hann vill helst spila frá aftasta manni og það gæti verið gaman að fylgjast með Norwich í vetur. Liðið skoraði mest allra liða í Championship-deildinni á síðasta tímabili og þar fór Finninn Teemu Pukki fremstur í flokki.

Veikleikar: Það er alltaf spurning þegar lið koma upp hvort þau séu með nægilega góða leikmannahópa. Norwich hefur lítið styrkt sig í sumar. Norwich fékk á sig óþarflega mikið af mörkum í fyrra og þarf að þétta varnarleikinn.

Talan: 29. Mörkin sem Teemu Pukki skoraði í Championship-deildinni í fyrra.

Lykilmaður: Teemu Pukki
Talandi um Pukki. Finninn kom eins og stormsveipur inn í lið Norwich í fyrra og var markahæstur í Championship-deildinni. Hann hefur komið víða við án þess kannski að slá í gegn eins og hann hefur gert hjá Norwich. Hann þarf að sanna það að hann sé ekki "one season wonder".

Fylgstu með: Emi Buendia
Argentískur leikmaður sem Norwich fékk til að fylla í skarð James Maddison. Lagði upp 12 mörk og skoraði átta. Hafði mikil áhrif á leik liðsins og Norwich vann aldrei leik án hans á síðasta tímabili. Strákur sem getur sprungið út í vetur, en hann er aðeins 22 ára. Það er líka vert að fylgjast með bakvörðunum Max Aaaron (19 ára) og Jamal Lewis (21 árs).

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Kanarífuglarnir fóru nýja leið í stjóramálum eftir að Alex Neil var látinn fara 2017 en horft var til Þýskalands og Daniel Farke ráðinn. Hann er fyrsti maðurinn sem stýrir Norwich í sögunni sem er ekki frá Bretlandseyjum eða Írlandi. Undir hans stjórn hefur liðið spilað skemmtilegan bolta og skorað fullt af mörkum. Liðið hefur ekki fjárfest mikið, eiginlega ekki neitt. Uppgefin upphæð á leikmannakaupum nemur rétt rúmri einni milljón punda."

Undirbúningstímabilið:
Arminia Bielefeld 2 - 2 Norwich
Schalke 04 1 - 2 Norwich
Norwich 1 - 3 Brentford
Luton 1 - 5 Norwich
Norwich 1 - 4 Atalanta
Norwich 1 - 0 Toulouse

Komnir:
Josip Drmic frá Borussia Monchengladbach - Frítt
Patrick Roberts frá Manchester City - Á láni
Sam Byram frá West Ham - 750 þúsund pund
Ralf Fährmann frá Schalke 04 - Á láni

Farnir:
Ivo Pinto til Dinamo Zagreb - Frítt
Marcel Franke til Hannover 96 - Kaupverð ekki gefið upp

Þrír fyrstu leikir: Liverpool (Ú), Newcastle (H) og Chelsea (H).

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. ?
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner