Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fös 12. ágúst 2011 15:23
Sigurjón Jónsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ástríðan í norðrinu!
Sigurjón Jónsson
Sigurjón Jónsson
Mike Ashley er umdeildur eigandi Newcastle.
Mike Ashley er umdeildur eigandi Newcastle.
Mynd: Getty Images
Margir undruðust á ráðningunni á Joe Kinnear.
Margir undruðust á ráðningunni á Joe Kinnear.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eitt erfiðasta hlutskipti mitt í lífinu undan farin ár er að vera Newcastle stuðningsmaður. Mikið hefur verið rætt um hversu erfitt það hefur reynst Liverpool mönnum að styðja sitt lið en það kemst ekki í hálfkvist við þá þjáningagöngu sem við Newcastle menn erum að ganga í gegnum. Ég hef á tilfinningunni að eigendur Nufc sé vísvitandi að eyðileggja einn stærsta og flottasta klúbb Englands.

Ég hef verið grjótharður meðlimur í Toon hernum síðan Peter Beardsley snéri aftur heimt til Newcastle árið 1993 og við tóku skemmtilegir tímar undir stjórn Kevin Keegans. Á þessum tíma fjölgaði mjög í stuðningsmannasveit Newcastle hérlendis og gekk liðið og stóðu undir nafninu „skemmtikraftarnir“

Þó gengið hafði á skin og skúrum þá voru þetta skemmtilegir tímar og sérstaklega þegar liðið lék undir stjórn Sir Bobby Robbson.

Þáttaskil urðu hjá Newcastle þegar nýir eigendur komu inn og keyptu klúbbinn árið 2007. Mike Ashley kaupsýslumaður frá London stimplaði sig vel inn hjá Stuðningsmönnum Newcastle og sást oft á tíðum á meðal hörðustu stuðningsmanna Newcastle í treyju merkta Alan Smith og síðar King Kev 1 eftir að hann fékk gömlu hetjuna Kevin Keegan til að taka við liðinu á nýjan leik.

En Adam var ekki lengi í paradís og í september 2008 hætti Keegan með liðið þar sem honum líkaði ekki við að fá ekki að velja leikmennina sem keyptir voru til félagsins og að þeir hafa svikið gefin loforð. Frá þessum degi hófst þjáningarganga Newcastle stuðningsmanna.

Stuðningsmenn Newcastle snérust gegn Mika Ashley sem setur félagið á sölu eftir að hafa átt það í minnan en ár og tekur Joe Kinnear við liðinu tímabundið og fær síðan fastráðningu. Ashley hættir að láta sjá sig á Heillögum Jame´s því hann óttast um öryggi sitt.

Kinnear var skemmtilegur karakter en löngu útbrunnin sem þjálfari og var að kljást við erfið veikindi. Þegar Kinnear lætur af störfum vegna veikinda leitar Ashley til Stóra Al (Alan Shearer) til að bjarga liðinu frá falli en liðið fékk aðeins 5 stig úr síðustu 8 leikjunum og féll (besta liðið sem fallið hefur úr enskudeildinni)

Ekkert gekk hjá Ashley að selja félagið þar sem hann vildi fá sem mest af þeim peningum aftur sem hann setti út í klúbbinn og því tók hann klúbbinn af sölu skömmu síðar.

Chris Hughton tekur við liðinu í Championship deildinni og náði að halda nógu góðum mannskap til að fara beinustu leið upp um deild. Newcastle liðið leit vel út og fór vel af stað á haustmánuðum 2010 og við stuðningsmennirnir orðnir spenntir fyrir liðinu sem hafði mikinn karkter og þrusugóða leikmenn sem hægt væri að byggja á til framtíðar.
En þá ákvað Ashley að skerast í leikinn og reka Chris Hughton eftir nokkur slæm úrslit en staða liðsins í deildinni var samt þokkaleg. Mörg stór nöfn voru nefnd sem arftakar Hughtons en á einhvern ótrúlegan hátt ákveður Ashley að fá Alan Pardew sem hefur ekkert afrekað á sínum þjálfara ferli og var nýlega rekinn frá Southamton að taka við skútunni. Newcastle stuðningsmenn kalla Pardew Strengjabrúðu djöfulsins þar sem hann virðist ekki hafa neitt um það að segja hverjir koma og hverjir fara frá félaginu.
Andy Carroll sem hafði tekið við hinni frægu #9 treyju hjá Newcastle og var að raða inn mörkunum fyrir félagið var svo seldur til Liverpool einsog allir þekkja á 35 milljónir punda. Andy segist ekki hafa viljað fara en þeir hafi bolað honum út. Ég sætti mig við þetta á endanum svo lengi sem þessi peningur færi í að styrkja hópinn fyrir komandi átök. Ekkert geriðst í þeim málum í janúar glugganum nema þegar Shefki Kuqi kom inn í hópinn og spilaði Newcastle utd með algjörar varaskeifur í framlínu liðsins það sem eftir liði móts og munaði litlu að félagið drægist í fallbaráttu.

Svo kom sumarið með blóm í haga og við Newcastle stuðningsmenn spenntir að sjá hvaða hetjur myndu fá þann heiður að klæðast treyju liðsins og byggt ofan á þenn ágæta mannskap sem fyrir var. En raunin er hinsvegar önnur. Það sem gerst hefur í sumar er að Kevin Nolan, fyrirliði liðsins á síðasta tímabili og einn af bestu mönnum liðsins er látinn fara til West Ham fyrir 4 kúlur og er það óskiljanlegt enda var hann markahæsti maður liðsins á tímabilinu á undan. En jæja menn jöfnuðu sig á því og inn komu Demba Ba frítt frá West Ham, Yohan Cabaye fyrir um 5 kúlur, Sylvain Marveaux frítt frá Rannes og að lokum Obertan á 3 kúlur sem er enn ein lélega sendingin frá Manchester borg (Smith, Butt, Simpson og Gillespie).

En óánægja metnaðarfullra leikmanna Newcastle sem gerðu sér vonir um að sterkir leikmenn myndu bætast í hópinn gerðist háværari. Jose Enrique einn af okkar betri leikmönnum frá tímabilinu á undan gagnrýndi stefnu félagsins í leikmannamálum og er seldur til Liverpool. Joey Barton tók í sama streng á twitter og var ekki boðið nýr samningur. Hann má hinsvegar fara á frjálsri sölu en Barton var allra besti leikmaður Newcastle á síðasta tímabili.

Nú er Newcastle Utd búið að losa sig við 4 af 5 bestu mönnum liðsins frá síðasta tímabili (Barton, Carroll, Enrique og Nolan) og leikmennirnir sem hafa komið inn eru algjörlega óskrifað blað. Lítið hefur sést af þessum 35 milljónum sem liðið fékk fyrir Carroll og sitja þær líklega sem fastast í veskinu hjá Ashley.

Hinsvegar erum við að endurheimta tvo góða leikmenn úr meiðslum þá Dan Gosling og Ben Arfa. Einnig er ég spenntur að fylgjast með framgöngu Harris Vukic sem er undrabarn frá Slóveníu.

Ég er mjög bjartsýnn að eðlisfari en því miður get ég ekki leyft mér að vera vongóður fyrir þetta tímabil hjá mínum mönnum eftir það sem undan er gengið. Það mun samt ekki breyta því að Newcastle verður mitt lið í vetur þó svo ég geri ekki ráð fyrir því að þeir munu gleðja mig mikið.

Stuðningsmenn Newcastle eru rómaðir sem bestu stuðningsmenn Bretlandseyja og eiga töluvert betra skilið. Við munum hinsvegar fylgja klúbbunum framm í rauðann dauðann því þú tekur ekki ástríðuna úr norðrinu!
Það mun ekkert breytast til betri vegar hjá Newcastle fyrr en nýir eigendur koma inn sem setja hagsmuni klúbbsins fram yfir sína eigin.

Howay the lads!
banner
banner
banner
banner