Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
banner
   fös 12. október 2012 09:00
Jóhann Laxdal
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Jafntefliskóngar
Jóhann Laxdal
Jóhann Laxdal
watermark Silfurskeiðin vann bikarúrslitin.
Silfurskeiðin vann bikarúrslitin.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
watermark Jóhann Laxdal.
Jóhann Laxdal.
Mynd:
Við Stjörnumenn lögðum af stað í ævintýri þetta tímabil og byrjaði það með klassísku eyðimerkur undirbúningstímabili og snjórinn og góða veðrið lék með okkur hægri vinstri öllum til mikillar gleði.

Nýtt ár gekk í garð og allir búnir að merkja Spánar-ferðina á dagatölin sín en samt ekki dagatölin sem Siggi Dúlla var búinn að gera því þá hefði allir verið með rangan dag á dagatalinu.

Fjáröflunarsambandið sem innihélt Balla og Ingvar fremsta í flokki stóðu sig með prýði í að koma öllu þessu saman, hugmynd, framkvæmd og fleira en þeir stóðu sig ekki með prýði þegar á þurfti að vera með lokatökin á hreinu, fyrirliðinn gleymdist enough said og það verða lokaorð um fjáröflunarsambandið mikla.

Við styrktum okkur með tveimur Dönum: Alexander Scholz og Kennie Chopart sem féllu strax mjög vel inn í hópinn og Silfurskeiðin var fljót að elska þá. Síðast en ekki síst styrktum við okkur með aðalnafninu í bransanum Gunnar Erni Jónssyni a.k.a Þristurinn, Númerið, Gerpið, Fagmaður, Meistari, Snillingur.

Himnaríkið nálgaðist og við hittum Lykla-Pétur og vorum komnir til Hotel Campoamor. Við nýtum ferðina vel í að æfa vel og vera góðir vinir.

Tímabilið hófst og við lagðir af stað í sókn, þetta gekk upp og niður til að byrja með en vorum alltaf að kroppa í stig og vorum lengi vel taplausir sem var gott. Bikarkeppni kom svo inn í milli og var það helst að sigrarnir komu þaðan meðan við vorum jafntefliskóngarnir í deildinni (gaman að eiga met).

Fyrri umferðin gekk á heildina litið vel og við staðráðnir að fylgja eftir og eitt af því var að skrifa nöfn okkar í sögubækur Stjörnunnar með að komast í úrslitaleik bikarins sem var góð stund fyrir leikmenn og Silfurskeiðina.

Þetta hafði sín áhrif á suma leiki sem er óþarfi að vera minnast á hér.

Bikarúrslitin var falleg stund og eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í, fjölmennt var frá Garðabæ, allir í bláu og falleg í framan. Silfurskeiðin voru sigurvegarar dagsins, það fór ekkert á milli mála. KSÍ hefði frekar átt að setja Silfurskeiðin á bikarinn í staðinn fyrir KR en þetta fór eins og fór en við Garðabæingar getum verið stolt af þessum degi.

Ótrúlegt að upplifa slíkt að að ná að lífga upp lélegasta stemmnings-völl á landinu og láta hljóma eins og alvöru gryfju. Vil ég bara þakka enn og aftur fyrir magnaðan stuðning allir sem einn sem gerðu þennan dag skemmtilegan á vissan hátt.

Seinni umferðin gekk ekki eins vel og við vildum og héldu jafnteflin áfram að dynja á okkur og vorum við oft í fínum séns en það bara kom ekki og vorum við oft súrir og svekktir með sjálfan okkur, endirinn á þessu móti verður ekki eitthvað sem fer í minningarbankann en fer frekar í reynslubankann sem við söfnum og söfnum í og ætlum vonandi að að fara taka út úr þeim banka fljótlega.

Silfurskeiðin pakkaði sínu móti með fullt hús stiga sem kemur ekkert á óvart og sannur heiður að fá að spila fyrir Silfurskeiðina.

Ég vil svo koma á framfæri þakklæti til Bjarna Jó frá öllum Garðbæingum sem þakka fyrir fimm skemmtileg ár og mikla uppsveiflu sem hefur verið með komu Bjarna. Garðbæingar eiga eftir að hugsa vel um þessa tíma þegar menn líta til baka og sjá hvert félagið er komið og hvað Bjarni hefur gert, Er Legend og verður ávallt Legend í Garðabænum.

Takk Fyrir Mig
Athugasemdir
banner